Provo hugmyndabíll frá Kia Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2013 16:15 Líkist Mini og Citroen DS3, enda líklega settur til höfuðs þeim. Þennan nýja hugmyndabíl kynnir Kia á bílasýningunni í Genf. Ekki er frá því að hann líkist bæði Mini og Citroen DS3, enda líklega settur til höfuðs þeim. Provo er annars vegar með 1,6 lítra, 201 hestafls bensínmótor fyrir framhjólin en hinsvegar 44 hestafla rafmagnsmótor sem sér um að knýja afturhjólin þegar það á við. Provo er annars vegar með 1,6 lítra, 201 hestafls bensínmótor fyrir framhjólin en hinsvegar 44 hestafla rafmagnsmótor sem sér um að knýja afturhjólin þegar það á við. Provo kemur á 19 tommu felgum sem fest eru með einni ró líkt og á kappakstursbílum. Efnisvalið er nútímalegt og að utan er allt í koltrefjum, áli og díóðuljósum, en að innan bætist við neoprene efni og stafrænt mælaborð. Kia Motors hefur komið fram með marga hugmyndabíla á undanförnum misserum sem vakið hafa athygli, en gaman væri að sjá einhverja af þeim verða að veruleika. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent
Líkist Mini og Citroen DS3, enda líklega settur til höfuðs þeim. Þennan nýja hugmyndabíl kynnir Kia á bílasýningunni í Genf. Ekki er frá því að hann líkist bæði Mini og Citroen DS3, enda líklega settur til höfuðs þeim. Provo er annars vegar með 1,6 lítra, 201 hestafls bensínmótor fyrir framhjólin en hinsvegar 44 hestafla rafmagnsmótor sem sér um að knýja afturhjólin þegar það á við. Provo er annars vegar með 1,6 lítra, 201 hestafls bensínmótor fyrir framhjólin en hinsvegar 44 hestafla rafmagnsmótor sem sér um að knýja afturhjólin þegar það á við. Provo kemur á 19 tommu felgum sem fest eru með einni ró líkt og á kappakstursbílum. Efnisvalið er nútímalegt og að utan er allt í koltrefjum, áli og díóðuljósum, en að innan bætist við neoprene efni og stafrænt mælaborð. Kia Motors hefur komið fram með marga hugmyndabíla á undanförnum misserum sem vakið hafa athygli, en gaman væri að sjá einhverja af þeim verða að veruleika.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent