Er SsangYong að vakna til lífsins? Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2013 11:30 SsangYong er í eigu hins indverska Mahindra & Mahindra. Einn af minni bílaframleiðendunum sem sýna bíla sína á bílasýningunni í Genf er SsangYong. Þar sést SIV-1 hugmyndabíll fyrirtækisins sem af myndum að dæma er jepplingur. SsangYong hafa ekki verið frægastir fyrir fegurð, líklega frekar fyrir það að hafa notað margreynda en oft á tíðum úrelta íhluti frá Mercedes Benz. Þessi nýi bíll hefur þó útlitið framyfir forvera hans, en alls ekki er þó víst að bíllinn verði smíðaður né heldur hvort hann héldi þá þessu útliti. Bíllinn verður aðeins fjögurra sæta, en engar upplýsingar fylgja um vélbúnað. SsangYong segir að gluggar hans verði útbúnir glænýrri "nano tube"-tækni sem heldur þeim hreinum þegar veður er slæmt og útsýni myndi skerðast í öðrum bílum. Forvitnileg tækni þar á ferð og spennandi verður að fylgjast með næstu skrefum SsangYong og hvort bílar frá þeim verða aftur fluttir inn af Bílabúð Benna. SsangYong er í eigu Indverska fyrirtækisins Mahindra & Mahindra, sem keypti það árið 2011. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
SsangYong er í eigu hins indverska Mahindra & Mahindra. Einn af minni bílaframleiðendunum sem sýna bíla sína á bílasýningunni í Genf er SsangYong. Þar sést SIV-1 hugmyndabíll fyrirtækisins sem af myndum að dæma er jepplingur. SsangYong hafa ekki verið frægastir fyrir fegurð, líklega frekar fyrir það að hafa notað margreynda en oft á tíðum úrelta íhluti frá Mercedes Benz. Þessi nýi bíll hefur þó útlitið framyfir forvera hans, en alls ekki er þó víst að bíllinn verði smíðaður né heldur hvort hann héldi þá þessu útliti. Bíllinn verður aðeins fjögurra sæta, en engar upplýsingar fylgja um vélbúnað. SsangYong segir að gluggar hans verði útbúnir glænýrri "nano tube"-tækni sem heldur þeim hreinum þegar veður er slæmt og útsýni myndi skerðast í öðrum bílum. Forvitnileg tækni þar á ferð og spennandi verður að fylgjast með næstu skrefum SsangYong og hvort bílar frá þeim verða aftur fluttir inn af Bílabúð Benna. SsangYong er í eigu Indverska fyrirtækisins Mahindra & Mahindra, sem keypti það árið 2011.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent