Chromebook Pixel er fyrsta sanna Google-tækið 22. febrúar 2013 23:43 Tæknirisinn Google kynnti í dag nýjustu vöru sína, fartölvuna Chromebook Pixel. Tölvan markar þáttaskil í vöruþróun Google enda hefur fyrirtækið hingað til ekki sóst eftir því að ryðja sér til rúms sem vöruframleiðandi. Vissulega hefur Google tekið þátt í þróunarstarfi ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Samsung og Asus, en sú þátttaka hefur þó aldrei verið jafn beinskeytt og nú. Chromebook Pixel er hreinræktuð Google-vara. Fartölvan keyrir Chrome stýrikerfið sem fyrirtækið hefur haft í þróun undanfarin misseri. Þetta nýstárlega stýrikerfi byggir á hinu eftirsótta skýi sem öll helstu tæknifyrirtæki taka mið af í dag, það er, að gefa notendum færi á að nálgast gögn hvar sem er og hvenær sem er. Fartölvan er knúinn af Core i5 örgjörva og ytri skel hennar er járni. Þá þykir skjárinn afar nýstárlegur en hann er býður upp á gríðarlega háa upplausn — hann styður jafnframt snertingu. En það er verð fartölvunnar sem hefur vafalust komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Verð tölvunnar, í Bandaríkjunum, er tæpir 1.300 dollarar, eða það sem nemur rúmlega 165 þúsund krónum. Þannig kostar Chromebook Pixel nokkuð meira en 13 tommu MacBook Air fartölvan frá Apple. Hingað til hefur Google komið að þróun snjallsíma (Nexus One) og spjaldtölva (Nexus 7) fyrir tæknifyrirtæki sem undirbjóða helstu keppinauta sína. Með Chromebook Pixel hefur Google þannig tekið næsta skref í að keppa beint við dýrari vörur sem fyrirtæki á borð við Apple hafa boðið upp á hingað til.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband frá Google fyrir Chromebook Pixel hér fyrir ofan. Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknirisinn Google kynnti í dag nýjustu vöru sína, fartölvuna Chromebook Pixel. Tölvan markar þáttaskil í vöruþróun Google enda hefur fyrirtækið hingað til ekki sóst eftir því að ryðja sér til rúms sem vöruframleiðandi. Vissulega hefur Google tekið þátt í þróunarstarfi ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Samsung og Asus, en sú þátttaka hefur þó aldrei verið jafn beinskeytt og nú. Chromebook Pixel er hreinræktuð Google-vara. Fartölvan keyrir Chrome stýrikerfið sem fyrirtækið hefur haft í þróun undanfarin misseri. Þetta nýstárlega stýrikerfi byggir á hinu eftirsótta skýi sem öll helstu tæknifyrirtæki taka mið af í dag, það er, að gefa notendum færi á að nálgast gögn hvar sem er og hvenær sem er. Fartölvan er knúinn af Core i5 örgjörva og ytri skel hennar er járni. Þá þykir skjárinn afar nýstárlegur en hann er býður upp á gríðarlega háa upplausn — hann styður jafnframt snertingu. En það er verð fartölvunnar sem hefur vafalust komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Verð tölvunnar, í Bandaríkjunum, er tæpir 1.300 dollarar, eða það sem nemur rúmlega 165 þúsund krónum. Þannig kostar Chromebook Pixel nokkuð meira en 13 tommu MacBook Air fartölvan frá Apple. Hingað til hefur Google komið að þróun snjallsíma (Nexus One) og spjaldtölva (Nexus 7) fyrir tæknifyrirtæki sem undirbjóða helstu keppinauta sína. Með Chromebook Pixel hefur Google þannig tekið næsta skref í að keppa beint við dýrari vörur sem fyrirtæki á borð við Apple hafa boðið upp á hingað til.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband frá Google fyrir Chromebook Pixel hér fyrir ofan.
Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira