Aston Martin Shooting Brake í Genf Finnur Thorlacius skrifar 25. febrúar 2013 15:45 Er sérstaklega langur og óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþega. Margir virðast ætla að elta Mercedes Benz með Shooting Brake bílinn og Porsche með fjögurra sæta lúxusfjölskyldubílinn Panamera. Hefur nú Aston Martin bæst í þann hóp. Bíllinn sá hefur fengið nafnið Aston Martin Rapide Shooting Brake og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf sem byrjar í næsta mánuði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Aston Martin kemur fram með svona bíl því fyrirtækið kynnti árið 2004 svokallaðan 2+2 bíl sem byggður var á Aston Martin Vanquish. Nýi bíllinn verður með V12 vél sem skilar 470 hestöflum. Innréttingin er sérlega falleg í bílnum með tvítóna leðri. Bíllinn er að sjálfsögðu óvenju langur, en einnig óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþegana. Einnig er skottið tiltölulega stórt. Bíllinn verður sýndur við hlið Aston Martin Rapide S í Genf.Hrikalega flott innrétting með tvítóna leðri Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent
Er sérstaklega langur og óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþega. Margir virðast ætla að elta Mercedes Benz með Shooting Brake bílinn og Porsche með fjögurra sæta lúxusfjölskyldubílinn Panamera. Hefur nú Aston Martin bæst í þann hóp. Bíllinn sá hefur fengið nafnið Aston Martin Rapide Shooting Brake og verður hann frumsýndur á bílasýningunni í Genf sem byrjar í næsta mánuði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Aston Martin kemur fram með svona bíl því fyrirtækið kynnti árið 2004 svokallaðan 2+2 bíl sem byggður var á Aston Martin Vanquish. Nýi bíllinn verður með V12 vél sem skilar 470 hestöflum. Innréttingin er sérlega falleg í bílnum með tvítóna leðri. Bíllinn er að sjálfsögðu óvenju langur, en einnig óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþegana. Einnig er skottið tiltölulega stórt. Bíllinn verður sýndur við hlið Aston Martin Rapide S í Genf.Hrikalega flott innrétting með tvítóna leðri
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent