Biðin eftir nýjum Toyota RAV4 er á enda Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2013 16:45 Kominn með dísilvél og varadekkið horfið af afturleranum. Óhætt er að segja að margir bíði eftir nýrri og gerbreyttri fjórðu kynslóð hins vinsæla jepplings Toyota RAV4. Eigendur RAV4 á Íslandi er mýmargir og hafa vafalaust margir hug á endurnýjun. Sú bið er á enda því Toyota á Íslandi hefur fengið fyrsta bílinn til landsins. Toyota RAV4 verður formlega kynntur hjá Toyota næstu helgi. Bíllinn hefur tekið miklum breytingum að ytra útliti og hefur lengst um 20 sentimetra. Innanrými hans hefur því vaxið mikið. Toyota RAV4 hefur hingað til einungis verið boðinn með bensínvél, en það breytist nú og má búast við því að dísilútgáfa bílsins verði fullt eins vinsæl hjá íslenskum kaupendum hans. Önnur áberandi breyting er fólgin í því að varadekkið er horfið af afturhleranum og hann opnast nú ekki til hliðar, heldur upp og er opnun og lokun hans rafræn og nýtískuleg. Þrír íslenskir blaðamenn fengu tækifæri til að prufuaka nýjum RAV4 í nágrenni Barcelona í síðustu viku og mun reynsluakstursgrein um þennan nýja bíl birtast hér eftir viku. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent
Kominn með dísilvél og varadekkið horfið af afturleranum. Óhætt er að segja að margir bíði eftir nýrri og gerbreyttri fjórðu kynslóð hins vinsæla jepplings Toyota RAV4. Eigendur RAV4 á Íslandi er mýmargir og hafa vafalaust margir hug á endurnýjun. Sú bið er á enda því Toyota á Íslandi hefur fengið fyrsta bílinn til landsins. Toyota RAV4 verður formlega kynntur hjá Toyota næstu helgi. Bíllinn hefur tekið miklum breytingum að ytra útliti og hefur lengst um 20 sentimetra. Innanrými hans hefur því vaxið mikið. Toyota RAV4 hefur hingað til einungis verið boðinn með bensínvél, en það breytist nú og má búast við því að dísilútgáfa bílsins verði fullt eins vinsæl hjá íslenskum kaupendum hans. Önnur áberandi breyting er fólgin í því að varadekkið er horfið af afturhleranum og hann opnast nú ekki til hliðar, heldur upp og er opnun og lokun hans rafræn og nýtískuleg. Þrír íslenskir blaðamenn fengu tækifæri til að prufuaka nýjum RAV4 í nágrenni Barcelona í síðustu viku og mun reynsluakstursgrein um þennan nýja bíl birtast hér eftir viku.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent