Gersemar á bókamörkuðum Trausti Hafliðason skrifar 26. febrúar 2013 17:54 Hér eru nokkrar veiðibækur sem hægt er að finna á bókamarkaðnum í Perlunnil. Mynd / Trausti Hafliðason Veiðiáhugamenn geta gert ágætis kaup á bókum, dvd-diskum og gömlum vídespólum nú þegar rétt rúmur mánuður er í að veiðitímabilið hefjist formlega. Í veiðiversluninni Veiðivon og á bókamarkaðnum í Perlunni er þónokkur fjöldi veiðibóka og mynda til sölu. Markaðurinn í Veiðivon, Mörkinni 6, hófst 15. febrúar og stendur til 16. mars. Þar er til dæmis hægt að kaupa bækurnar Vatnavitjun og Varstu að fá hann eftir Guðmund Guðjónsson, Hann er á! eftir Þröst Elliðason og bækur Eggerts Skúlasonar svo eitthvað sé nefnt. Einnig er þar að finna nýrri bækur eins og til dæmis Veiðisögur og Ána eftir Bubba Morthens. Þá er nokkuð af dvd-diskum og VHS-vídeóspólum um veiði. Bókamarkaðurinn í Perlunni hófst í síðustu viku og stendur til 10. mars. Á þessum risamarkaði eru nokkrar veiðibækur. Má þar til dæmis nefna Íslenskar veiðiár eftir R.N. Stewart í þýðingu Einars Fals Ingólfssonar, Leitin að stórlaxinum eftir Gunnar Helgason og Ásmund Helgason og Flugkast - Norræna aðferðin eftir Henrik Mortensen. Hér hafa bara nokkrir titlar verið nefndir en veiðimenn ættu flestir að finna eitthvað sem hugur þeirra girnist á þessum mörkuðum.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxinn mættur í Langá Veiði 126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Laxar að stökkva við ósa Leirvogsár og Elliðaánna Veiði
Veiðiáhugamenn geta gert ágætis kaup á bókum, dvd-diskum og gömlum vídespólum nú þegar rétt rúmur mánuður er í að veiðitímabilið hefjist formlega. Í veiðiversluninni Veiðivon og á bókamarkaðnum í Perlunni er þónokkur fjöldi veiðibóka og mynda til sölu. Markaðurinn í Veiðivon, Mörkinni 6, hófst 15. febrúar og stendur til 16. mars. Þar er til dæmis hægt að kaupa bækurnar Vatnavitjun og Varstu að fá hann eftir Guðmund Guðjónsson, Hann er á! eftir Þröst Elliðason og bækur Eggerts Skúlasonar svo eitthvað sé nefnt. Einnig er þar að finna nýrri bækur eins og til dæmis Veiðisögur og Ána eftir Bubba Morthens. Þá er nokkuð af dvd-diskum og VHS-vídeóspólum um veiði. Bókamarkaðurinn í Perlunni hófst í síðustu viku og stendur til 10. mars. Á þessum risamarkaði eru nokkrar veiðibækur. Má þar til dæmis nefna Íslenskar veiðiár eftir R.N. Stewart í þýðingu Einars Fals Ingólfssonar, Leitin að stórlaxinum eftir Gunnar Helgason og Ásmund Helgason og Flugkast - Norræna aðferðin eftir Henrik Mortensen. Hér hafa bara nokkrir titlar verið nefndir en veiðimenn ættu flestir að finna eitthvað sem hugur þeirra girnist á þessum mörkuðum.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Hreindýraveiðar ganga vel Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Laxinn mættur í Langá Veiði 126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Laxar að stökkva við ósa Leirvogsár og Elliðaánna Veiði