McLaren P1 í 300 á 17 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2013 11:15 P1 skipar sér á stall meðal allra hraðskreiðustu ofurbíla. Nýi bíll McLaren sem fengið hefur nafnið P1 verður ári snöggur ef tölurnar sem fyrirtækið sendi frá sér í gær um bílinn eru réttar. Áður hafði komið fram að hann verður 903 hestöfl, en hann mun komast í hundraðið á innan við 3 sekúndum, 200 á undir 7 sekúndum og 300 á 17 sekúndum. Það er 11 sekúndum betri tími en ofurbíllinn McLaren F1 á. Með þessum tölum skipar McLaren P1 bíllinn sér á stall meðal ofurbíla eins og Bugatti, Koenigsegg og Hennessey. Þessir bílar eru hraðskreiðustu fjöldaframleiddu götubílar heims. Enginn þeirra er ódýr en hinn nýi McLaren P1 mun kosta 1.150.000 dollara eða 144 milljónir króna í Bandaríkjunum. Hingað kominn er óhætt að tvöfalda þá upphæð. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
P1 skipar sér á stall meðal allra hraðskreiðustu ofurbíla. Nýi bíll McLaren sem fengið hefur nafnið P1 verður ári snöggur ef tölurnar sem fyrirtækið sendi frá sér í gær um bílinn eru réttar. Áður hafði komið fram að hann verður 903 hestöfl, en hann mun komast í hundraðið á innan við 3 sekúndum, 200 á undir 7 sekúndum og 300 á 17 sekúndum. Það er 11 sekúndum betri tími en ofurbíllinn McLaren F1 á. Með þessum tölum skipar McLaren P1 bíllinn sér á stall meðal ofurbíla eins og Bugatti, Koenigsegg og Hennessey. Þessir bílar eru hraðskreiðustu fjöldaframleiddu götubílar heims. Enginn þeirra er ódýr en hinn nýi McLaren P1 mun kosta 1.150.000 dollara eða 144 milljónir króna í Bandaríkjunum. Hingað kominn er óhætt að tvöfalda þá upphæð.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent