Frumleg marijúanabyssa Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2013 12:27 Afskaplega frumleg smíð, en í ólöglegum tilgangi þó Skýtur 14 kílóa marijuanapökkum 150 metra yfir landamærin. Ekki er að spyrja að hugkvæmninni hjá þeim er smygla eiturlyfjum milli landa. Ein sú allra framlegasta sést hér, þ.e. marijúanabyssa á pallbíl. Mexíkóska lögreglan hafði uppá þessum óvenjulega bíl í borginni Mexicali og segir að tilgangur hans sé að skjóta pökkum af marijúana yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Byssan skaut pökkunum ríflega 150 metra en hún er byggð úr plasthólki sem hlaupi, þrýstitanki úr stáli og gamalli bílvél sem býr til þrýstinginn sem skotið er með. Þyngd hvers marijúanapakka sem byssan skaut er 14 kíló og lögreglan hafði uppá 24 slíkum pökkum, samtals 336 kílóum. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent
Skýtur 14 kílóa marijuanapökkum 150 metra yfir landamærin. Ekki er að spyrja að hugkvæmninni hjá þeim er smygla eiturlyfjum milli landa. Ein sú allra framlegasta sést hér, þ.e. marijúanabyssa á pallbíl. Mexíkóska lögreglan hafði uppá þessum óvenjulega bíl í borginni Mexicali og segir að tilgangur hans sé að skjóta pökkum af marijúana yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Byssan skaut pökkunum ríflega 150 metra en hún er byggð úr plasthólki sem hlaupi, þrýstitanki úr stáli og gamalli bílvél sem býr til þrýstinginn sem skotið er með. Þyngd hvers marijúanapakka sem byssan skaut er 14 kíló og lögreglan hafði uppá 24 slíkum pökkum, samtals 336 kílóum.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent