Volkswagen borgar 1.200.000 í bónus Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2013 15:31 Ágætasta ávísun er á leiðinni til hvers einasta starfsmanns Volkswagen Laun og bónusar forstjórans voru 1.827 milljónir króna. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er örlátur við starfsfólk sitt og hefur líklega efni á því þar sem fyrirtækið hefur aldrei hagnast meira en í fyrra. Bónusinn fyrir árið 2012 nemur 1,2 milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Væn er sú upphæð ofan á regluleg laun, en engu að síður er þessi bónus nú 4% lægri en í fyrra. Bónus forstjórans, Martin Winterkorn, eru þó örlítið hærri en hjá venjulegum starfsmanni á gólfi, eða 1.827 milljónir króna. Eru þá reyndar talin saman laun og bónusar fyrir árið. Árið 2011 voru laun Winterkorn þó hærri, eða 2.205 milljónir króna. Það þótti sumum nokkuð ofaukið og blöskraði svo mörgum í heimalandinu Þýskalandi að laun hans og bónusar voru lækkaðir þrátt fyrir aukinn hagnað. Volkswagen býst við að hagnaður ársins í ár verði svipaður og í fyrra. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent
Laun og bónusar forstjórans voru 1.827 milljónir króna. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er örlátur við starfsfólk sitt og hefur líklega efni á því þar sem fyrirtækið hefur aldrei hagnast meira en í fyrra. Bónusinn fyrir árið 2012 nemur 1,2 milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Væn er sú upphæð ofan á regluleg laun, en engu að síður er þessi bónus nú 4% lægri en í fyrra. Bónus forstjórans, Martin Winterkorn, eru þó örlítið hærri en hjá venjulegum starfsmanni á gólfi, eða 1.827 milljónir króna. Eru þá reyndar talin saman laun og bónusar fyrir árið. Árið 2011 voru laun Winterkorn þó hærri, eða 2.205 milljónir króna. Það þótti sumum nokkuð ofaukið og blöskraði svo mörgum í heimalandinu Þýskalandi að laun hans og bónusar voru lækkaðir þrátt fyrir aukinn hagnað. Volkswagen býst við að hagnaður ársins í ár verði svipaður og í fyrra.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent