Dagskráin hefst klukkan 20 (föstudaginn 1. mars) og er þetta helst:
- Jóhannes Viljálmsson mun kynna Fáskrúð og leiða gesti í gegnum leyndardóma árinnar.
- Þeir Júlíus Bjarnason, eða Núlli Bjarna eins og hann vill láta kalla sig, og Elvar Friðriksson munu lýsa veiðistöðum við Norðurá II.
- Stjáni Ben kynnir Rise fluguveiði kvikmyndahátíðina sem verður haldin 7. mars í Bíó Paradís.
- Veiðiflugugetraunin mun reyna á kunnáttu veiðimanna og spurning hvort að Garden Fly slæðist með.
- Happahylurinn verður einkar fengsæll að venju og verður í boði Ellingsen og Ölgerðarinnar að þessu sinni.
- Nýr og skemmtilegur liður verður kynntur til leiks.
Eins og flestir ættu nú orðið að vita þá eru opnu húsin nú haldin í sal Lögreglufélagsins að Brautarholti 30. Ekki fara í fýluferð á Háaleitisbrautina eða í Elliðaárdalinn.
trausti@frettabladid.is