Næsti Golf R með 268 hestöfl 13. febrúar 2013 13:15 Nýr Golf R. En kemur RS útgáfa í kjölfarið með 370 hestafla vél? Verður öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið - mun léttast um 100 kíló. Ekki er langt síðan sjöunda kynslóð Volkswagen Golf kom á markað og með nýrri kynslóð bílsins er ávallt stutt í GTI útfærslu hans og enn öflugri R útfærslu bílsins, sem margir bíða með eftirvæntingu eftir. Nýr Golf R verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september og verður til sölu í byrjun næsta árs. Engu að síður er farið að spyrjast út hvernig hann verður vopnaður. Hann verður áfram með tveggja lítra túrbínuvél sem skilar nú 268 hestöflum og græðir 12 hestöfl frá núverandi gerð. Bíllinn verður því öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið. Hann á að komast í hundraðið á 5 sekúndum sléttum. Hann fær að auki Haldex 5 fjórhjóladrif, 6 gíra DSG sjálfskiptingu, 4 pústurrör, en mun samt léttast um 100 kíló. Heyrst hefur af hugmyndum Volkswagen um RS gerð Golf sem fengi sömu 5 strokka vélina og er í Audi RS3, en hún er 370 hestöfl. Já takk! Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent
Verður öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið - mun léttast um 100 kíló. Ekki er langt síðan sjöunda kynslóð Volkswagen Golf kom á markað og með nýrri kynslóð bílsins er ávallt stutt í GTI útfærslu hans og enn öflugri R útfærslu bílsins, sem margir bíða með eftirvæntingu eftir. Nýr Golf R verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september og verður til sölu í byrjun næsta árs. Engu að síður er farið að spyrjast út hvernig hann verður vopnaður. Hann verður áfram með tveggja lítra túrbínuvél sem skilar nú 268 hestöflum og græðir 12 hestöfl frá núverandi gerð. Bíllinn verður því öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið. Hann á að komast í hundraðið á 5 sekúndum sléttum. Hann fær að auki Haldex 5 fjórhjóladrif, 6 gíra DSG sjálfskiptingu, 4 pústurrör, en mun samt léttast um 100 kíló. Heyrst hefur af hugmyndum Volkswagen um RS gerð Golf sem fengi sömu 5 strokka vélina og er í Audi RS3, en hún er 370 hestöfl. Já takk!
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent