Vöxtur Volkswagen 14,9% í janúar 16. febrúar 2013 11:30 Salan hjá Seat óx mest en hún minnkaði hjá Skoda milli ára. Áfram heldur kröftugur vöxtur þýska bílasmiðsins Volkswagen og tæplega 15 prósenta söluaukning þess hlýtur að hræða aðra framleiðendur og sannfæra þá um að markmið Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018 er ekki svo ólíklegt. Mikil eftirspurn eftir bílum Volkswagen samstæðunnar í Kína og Bandaríkjunum skýrir mest þennan góða árangur í síðasta mánuði. Heildarsalan í heiminum var 749.900 bílar. Salan í Kína einu var 298.300 bílar og óx um 43,3%, en 42.700 í Bandaríkjunum og óx um 16,2%. Í Evrópu féll salan um 3% og heildarsalan þar 252.200 bílar. Af öllum bílamerkjum Volkswagen jókst salan mest hjá hinu spænska Seat, eða um 19,1%. Næst kom merki Volkswagen með 17,4% vöxt og Audi með 16,4%. Sala Skoda minnkaði hinsvegar um 7,8%. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
Salan hjá Seat óx mest en hún minnkaði hjá Skoda milli ára. Áfram heldur kröftugur vöxtur þýska bílasmiðsins Volkswagen og tæplega 15 prósenta söluaukning þess hlýtur að hræða aðra framleiðendur og sannfæra þá um að markmið Volkswagen að verða stærsti bílaframleiðandi heims árið 2018 er ekki svo ólíklegt. Mikil eftirspurn eftir bílum Volkswagen samstæðunnar í Kína og Bandaríkjunum skýrir mest þennan góða árangur í síðasta mánuði. Heildarsalan í heiminum var 749.900 bílar. Salan í Kína einu var 298.300 bílar og óx um 43,3%, en 42.700 í Bandaríkjunum og óx um 16,2%. Í Evrópu féll salan um 3% og heildarsalan þar 252.200 bílar. Af öllum bílamerkjum Volkswagen jókst salan mest hjá hinu spænska Seat, eða um 19,1%. Næst kom merki Volkswagen með 17,4% vöxt og Audi með 16,4%. Sala Skoda minnkaði hinsvegar um 7,8%.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent