Eyðilögðu 132 bíla í einni töku á Die Hard 17. febrúar 2013 11:45 Í kvikmynd sem heitir svo skelfandi nafni sem A Good Day To Die Hard er ef til vill eðlilegt að bílum líkt og mannslífum sé ekki þyrmt. Það er hinsvegar ekki sjálfsagt að í einni töku í slíkri mynd séu 132 bílar skemmdir svo mikið að þeir eru alveg ónothæfir. Það sem meira er, 518 aðrir bílar skemmdust og kröfðust mikilla viðgerða. Sumir þessar bíla voru mjög dýrir bílar og í senunni er til dæmis ekið yfir Lamborghini bíl og hann gereyðilagður. Það er ekki að spyrja að peningunum og froðsinu í kvikmyndaheiminum, en þetta hlýtur að vera heimsmet. Þessi sena kostaði 11 milljónir dollar eða ríflega 1,4 milljarð króna og þá eru ekki meðtaldir fjölmargir G-Class jeppar frá Mercedes Benz sem þýska fyrirtækið gaf framleiðanda myndarinnar. Þeir voru að sjálfsögðu allir eyðilagðir. Sjá má glefsur úr myndinni og myndir frá tökum á henni í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent
Í kvikmynd sem heitir svo skelfandi nafni sem A Good Day To Die Hard er ef til vill eðlilegt að bílum líkt og mannslífum sé ekki þyrmt. Það er hinsvegar ekki sjálfsagt að í einni töku í slíkri mynd séu 132 bílar skemmdir svo mikið að þeir eru alveg ónothæfir. Það sem meira er, 518 aðrir bílar skemmdust og kröfðust mikilla viðgerða. Sumir þessar bíla voru mjög dýrir bílar og í senunni er til dæmis ekið yfir Lamborghini bíl og hann gereyðilagður. Það er ekki að spyrja að peningunum og froðsinu í kvikmyndaheiminum, en þetta hlýtur að vera heimsmet. Þessi sena kostaði 11 milljónir dollar eða ríflega 1,4 milljarð króna og þá eru ekki meðtaldir fjölmargir G-Class jeppar frá Mercedes Benz sem þýska fyrirtækið gaf framleiðanda myndarinnar. Þeir voru að sjálfsögðu allir eyðilagðir. Sjá má glefsur úr myndinni og myndir frá tökum á henni í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent