Rússar vilja eigið lúxusbílamerki Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2013 09:15 Rússneska ríkið hyggst styðja við þann bílaframleiðanda sem hefur framleiðslu á lúxusbílum. Fleiri en einn rússneskur bílaframleiðandi íhugar framleiðslu á lúxusbílum sem keppa myndi við BMW, Mercedes Benz og Audi, en þýsku bílarnir seljast eins og heitar lummur í Rússlandi nú. Vilji rússneskra yfirvalda eru einnig á þennan veg og myndu stjórnvöld styðja þann framleiðanda með fjármunum sem út í það færi. Líklegustu fyrirtækin til að taka slaginn eru ZiL, sem smíðað hefur brynvarna lúxusbíla fyrir háttsetta ráðamenn í Rússlandi í nokkurn tíma og GAZ Group sem þekktast er fyrir smíði Volga. BMW seldi 37.515 bíla í Rússlandi og jók söluna um 33% í fyrra. Mercedes Benz seldi 37.436 og var með 29% vöxt og Audi seldi 33.512 og jók söluna þeirra mest, eða um 44%. Athyglivert verður að sjá hvort rússneskum bílaframleiðendum tekst að smíða lúxusbíl sem keppt getur við þá þýsku. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent
Rússneska ríkið hyggst styðja við þann bílaframleiðanda sem hefur framleiðslu á lúxusbílum. Fleiri en einn rússneskur bílaframleiðandi íhugar framleiðslu á lúxusbílum sem keppa myndi við BMW, Mercedes Benz og Audi, en þýsku bílarnir seljast eins og heitar lummur í Rússlandi nú. Vilji rússneskra yfirvalda eru einnig á þennan veg og myndu stjórnvöld styðja þann framleiðanda með fjármunum sem út í það færi. Líklegustu fyrirtækin til að taka slaginn eru ZiL, sem smíðað hefur brynvarna lúxusbíla fyrir háttsetta ráðamenn í Rússlandi í nokkurn tíma og GAZ Group sem þekktast er fyrir smíði Volga. BMW seldi 37.515 bíla í Rússlandi og jók söluna um 33% í fyrra. Mercedes Benz seldi 37.436 og var með 29% vöxt og Audi seldi 33.512 og jók söluna þeirra mest, eða um 44%. Athyglivert verður að sjá hvort rússneskum bílaframleiðendum tekst að smíða lúxusbíl sem keppt getur við þá þýsku.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent