Peugeot verði lúxusmerki PSA Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2013 11:45 Peugeot mun kynna 17 breytta eða nýja bíla á þessu ári. PSA/Peugeot-Citroën ætlar að draga línurnar á milli bílamerkja sinna og gera Peugeot að meira lúxusmerki og Citroën að ódýrari bílum fyrirtækisins. Peugeot mun kynna 17 breytta eða nýja bíla á þessu ári og þar á meðal GTI útfærslu af Peugoet 208 og 2008 jepplinginn. Peugeot mun á næstunni auka mjög á framleiðslu bíla sem talist gætu í lúxusflokki og meiningin er að verð á bílum Peugeot hækki nokkuð. Það er liður í að koma PSA úr tapi í hagnað á seinni helmingi áratugarins. PSA tapaði 1,5 milljörðum Evra á síðasta ári af 58,4 milljarða veltu. Annað sem hjálpa á PSA að komast í plús er það markmið að 50% framleiðslu þess muni seljast utan Evrópu árið 2015. Hjá PSA vinna 209.000 manns, en 100.000 bara í Frakklandi en meiningin er að skera niður 11.200 störf í verksmiðju fyrirtækisins rétt fyrir utan París.Er það einn liðurinn í að koma fyrirtækinu aftur á réttan kjöl. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent
Peugeot mun kynna 17 breytta eða nýja bíla á þessu ári. PSA/Peugeot-Citroën ætlar að draga línurnar á milli bílamerkja sinna og gera Peugeot að meira lúxusmerki og Citroën að ódýrari bílum fyrirtækisins. Peugeot mun kynna 17 breytta eða nýja bíla á þessu ári og þar á meðal GTI útfærslu af Peugoet 208 og 2008 jepplinginn. Peugeot mun á næstunni auka mjög á framleiðslu bíla sem talist gætu í lúxusflokki og meiningin er að verð á bílum Peugeot hækki nokkuð. Það er liður í að koma PSA úr tapi í hagnað á seinni helmingi áratugarins. PSA tapaði 1,5 milljörðum Evra á síðasta ári af 58,4 milljarða veltu. Annað sem hjálpa á PSA að komast í plús er það markmið að 50% framleiðslu þess muni seljast utan Evrópu árið 2015. Hjá PSA vinna 209.000 manns, en 100.000 bara í Frakklandi en meiningin er að skera niður 11.200 störf í verksmiðju fyrirtækisins rétt fyrir utan París.Er það einn liðurinn í að koma fyrirtækinu aftur á réttan kjöl.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent