Nýr forstjóri Opel 1. febrúar 2013 11:45 Nýr forstjóri Opel, Karl-Thomas Neumann Hefur það hlutverk að snúa við miklum taprekstri. General Motors, eigandi Opel, hefur ráðið Karl-Thomas Neumann sem forstjóra fyrirtækisins og tekur hann til starfa 1. mars. Karl-Thomas Neumann, sem er 51 árs gamall er einn af toppstjórnendum Volkswagen og hefur leitt mikinn vöxt þeirra í Kína. Við miklar hrókeringar hjá Volkswagen í stjórnendateymi þess seint á síðasta ári var litið framhjá Karl-Thomas Neumann og á það vafalaust hlut að máli við brotthvarf hans nú til Opel. Engu að síður var hann oft nefndur sem líklegur eftirmaður núverandi forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, en það verður ekki í bráð. Allt frá því General Motors rak Karl-Friedrich Stracke úr forstjórastól Opel í júlí hefur leitin að nýjum forstjóra staðið yfir. Hlutverk nýja forstjórans verður að ná rekstri Opel á núllið árið 2015, en mikið tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Það verkefni mun innihalda lokanir á einhverjum af verksmiðjum Opel og erfiða samninga við verkalýðsfélög starfsfólks í þeim. Opel seldi 16% færri bíla í fyrra en árið 2011, eða alls 834.790 bíla. Það er verulega undir minnkuninni í Evrópu allri, sem nam 7,8%. Spáð er enn minni bílasölu í Evrópu í ár og sjötta árinu í röð sem bílasala minnkar í Evrópu. Þrátt fyrir það ætlar Opel að kynna 23 breytta eða nýja bíla til og með árinu 2016. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent
Hefur það hlutverk að snúa við miklum taprekstri. General Motors, eigandi Opel, hefur ráðið Karl-Thomas Neumann sem forstjóra fyrirtækisins og tekur hann til starfa 1. mars. Karl-Thomas Neumann, sem er 51 árs gamall er einn af toppstjórnendum Volkswagen og hefur leitt mikinn vöxt þeirra í Kína. Við miklar hrókeringar hjá Volkswagen í stjórnendateymi þess seint á síðasta ári var litið framhjá Karl-Thomas Neumann og á það vafalaust hlut að máli við brotthvarf hans nú til Opel. Engu að síður var hann oft nefndur sem líklegur eftirmaður núverandi forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, en það verður ekki í bráð. Allt frá því General Motors rak Karl-Friedrich Stracke úr forstjórastól Opel í júlí hefur leitin að nýjum forstjóra staðið yfir. Hlutverk nýja forstjórans verður að ná rekstri Opel á núllið árið 2015, en mikið tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Það verkefni mun innihalda lokanir á einhverjum af verksmiðjum Opel og erfiða samninga við verkalýðsfélög starfsfólks í þeim. Opel seldi 16% færri bíla í fyrra en árið 2011, eða alls 834.790 bíla. Það er verulega undir minnkuninni í Evrópu allri, sem nam 7,8%. Spáð er enn minni bílasölu í Evrópu í ár og sjötta árinu í röð sem bílasala minnkar í Evrópu. Þrátt fyrir það ætlar Opel að kynna 23 breytta eða nýja bíla til og með árinu 2016.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent