Bjargar Geely London Taxi? 4. febrúar 2013 11:44 Verður gamla góða London leigubílnum bjargað af Kínverjum? Sami eigandi og á Volvo. Breska fyrirtækið sem framleiðir leigubíla Lundúnaborgar, Manganese Broze Holdings, var komið að fótum fram og allt stefndi í gjaldþrot þess. Svo virðist þó að dagar þess séu ekki alveg taldir því kínverska bílafyrirtækið Geely hefur keypt öll hlutabréf þess á 11 milljónir punda, eða ríflega 2,2 milljarða króna. Geely er líklega þekktast fyrir það að eiga sænska bílaframleiðandann Volvo, en nú hefur semsagt eitt bílafyrirtæki bæst í hópinn. Núverandi London Taxi hefur verið í framleiðslu frá árinu 1958, en nýjasta gerð bílsins er frá 2007. Þessir kubbslaga og gamaldags leigubílar hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna eyðslu bílanna og að þeir séu ekki nógu notadrjúgir. Margir hafa viljað skipta honum út fyrir Nissan NV2000 bílinn, sem verður einmitt næsti leigubíll New York borgar. Það yrði sannarlega sjónarsviptir af þeim sérstöku leigubílum sem einkenna Lundúnaborg nú. Geely hefur lítinn áhuga á því að skipta honum út og ætlar að kynna nýja útgáfu London Taxi, sem kominn er strax á teikniborðið. Kannski verður hann með 5 strokka eyðslugrannri Volvo vél, en með sama gamla nostalgíuútlitinu?Þessi Nissan NV2000 verður næsti leigubíll New York og kemur einnig til greina í London Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent
Sami eigandi og á Volvo. Breska fyrirtækið sem framleiðir leigubíla Lundúnaborgar, Manganese Broze Holdings, var komið að fótum fram og allt stefndi í gjaldþrot þess. Svo virðist þó að dagar þess séu ekki alveg taldir því kínverska bílafyrirtækið Geely hefur keypt öll hlutabréf þess á 11 milljónir punda, eða ríflega 2,2 milljarða króna. Geely er líklega þekktast fyrir það að eiga sænska bílaframleiðandann Volvo, en nú hefur semsagt eitt bílafyrirtæki bæst í hópinn. Núverandi London Taxi hefur verið í framleiðslu frá árinu 1958, en nýjasta gerð bílsins er frá 2007. Þessir kubbslaga og gamaldags leigubílar hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna eyðslu bílanna og að þeir séu ekki nógu notadrjúgir. Margir hafa viljað skipta honum út fyrir Nissan NV2000 bílinn, sem verður einmitt næsti leigubíll New York borgar. Það yrði sannarlega sjónarsviptir af þeim sérstöku leigubílum sem einkenna Lundúnaborg nú. Geely hefur lítinn áhuga á því að skipta honum út og ætlar að kynna nýja útgáfu London Taxi, sem kominn er strax á teikniborðið. Kannski verður hann með 5 strokka eyðslugrannri Volvo vél, en með sama gamla nostalgíuútlitinu?Þessi Nissan NV2000 verður næsti leigubíll New York og kemur einnig til greina í London
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent