Nýr keppnisbíll MacLaren 6. febrúar 2013 08:45 Ökumenn liðsins eru Jenson Button og Sergio Perez. McLaren kynnti í síðustu viku nýjan Formúlu 1 keppnisbíl sinn sem þeir kalla MP4-28. Athygli vekur að bíllinn er svo til alveg eins í útliti og síðasti bíll og málaður alveg eins. En undir yfirborðinu leynast ýmsar breytingar og þrátt fyrir að síðasti bíll sé núverandi sigurvegari í Formúlu 1 eru breytingarnar miklar og metnaðarfullar. Fjöðrunin að framan er "pull-rod"-gerðar eins og í keppnisbíl Ferrari, en öndvert við síðasta bíl MacLaren. Hliðar bílsins og botn hafa breyst nokkuð. MacLaren vonar að breyting verði á því, frá síðasta keppnistímabili, að fyrirtækið eigi hraðskreiðasta bílinn í upphafi og enda þess, en eigi svo fullt í fangi við að halda í keppinautana þar á milli. Nú sé komið að því að bíll þeirra sé sá besti allt keppnistímabilið. Það gæti þýtt enn meiri breytingar á bílnum á keppnistímabilinu. Ökumenn MacLaren á næsta keppnistímabili verða Jenson Button, sem leiðir liðið eftir brotthvarf Lewis Hamilton sem fór til Mercedes og Sergio Perez sem var áður hjá Sauber liðinu. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent
Ökumenn liðsins eru Jenson Button og Sergio Perez. McLaren kynnti í síðustu viku nýjan Formúlu 1 keppnisbíl sinn sem þeir kalla MP4-28. Athygli vekur að bíllinn er svo til alveg eins í útliti og síðasti bíll og málaður alveg eins. En undir yfirborðinu leynast ýmsar breytingar og þrátt fyrir að síðasti bíll sé núverandi sigurvegari í Formúlu 1 eru breytingarnar miklar og metnaðarfullar. Fjöðrunin að framan er "pull-rod"-gerðar eins og í keppnisbíl Ferrari, en öndvert við síðasta bíl MacLaren. Hliðar bílsins og botn hafa breyst nokkuð. MacLaren vonar að breyting verði á því, frá síðasta keppnistímabili, að fyrirtækið eigi hraðskreiðasta bílinn í upphafi og enda þess, en eigi svo fullt í fangi við að halda í keppinautana þar á milli. Nú sé komið að því að bíll þeirra sé sá besti allt keppnistímabilið. Það gæti þýtt enn meiri breytingar á bílnum á keppnistímabilinu. Ökumenn MacLaren á næsta keppnistímabili verða Jenson Button, sem leiðir liðið eftir brotthvarf Lewis Hamilton sem fór til Mercedes og Sergio Perez sem var áður hjá Sauber liðinu.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent