Blendingur frá Suzuki í Genf 7. febrúar 2013 09:14 Hefur einkenni fólksbíls, jepplings og fjölnotabíls. Nú styttist í bílasýninguna í Genf og bílaframleiðendurnir keppast við að greina umheimininum frá því hvaða nýja eða breytta bíla þeir muni sýna þar. Suzuki er einn þeirra og mun þar frumsýna glænýjan bíl í C-stærðarflokki, en sýningin er haldin dagana 5. til 17. mars. Nýi bíllinn er svonefndur blendingur þar sem saman fara stíleinkenni og notkunarmöguleikar fólksbíls, jepplings og fjölnotabíls. Bíllinn byggir á S-Cross hugmyndabílnum sem Suzuki frumsýndi á bílasýningunni í París í september í fyrra. Suzuki hefur ekki látið mikið efni fara frá sér um nýja bílinn en sendi þó nýlega frá sér myndir sem sýna viss hönnunaratriði hans. Fyrirtækið segir að nýi bíllinn státi af miklu innanrými og einu mesta farangursrými í flokki blendinga. Þá búi bíllinn yfir yfirburða fjölhæfni í notkun. Suzuki hefur lengi þótt standa framarlega þegar kemur að fjórhjóladrifstækni og verður þessi nýi bíll fjórhjóladrifinn sem ætti fyrir vikið að bæta aksturseiginleika hans. Á Genfarsýningunni mun Suzuki einnig sýna smábílana Alto og Splash sem og Swift og aldrifsbílana SX4, Jimny og Grand Vitara. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent
Hefur einkenni fólksbíls, jepplings og fjölnotabíls. Nú styttist í bílasýninguna í Genf og bílaframleiðendurnir keppast við að greina umheimininum frá því hvaða nýja eða breytta bíla þeir muni sýna þar. Suzuki er einn þeirra og mun þar frumsýna glænýjan bíl í C-stærðarflokki, en sýningin er haldin dagana 5. til 17. mars. Nýi bíllinn er svonefndur blendingur þar sem saman fara stíleinkenni og notkunarmöguleikar fólksbíls, jepplings og fjölnotabíls. Bíllinn byggir á S-Cross hugmyndabílnum sem Suzuki frumsýndi á bílasýningunni í París í september í fyrra. Suzuki hefur ekki látið mikið efni fara frá sér um nýja bílinn en sendi þó nýlega frá sér myndir sem sýna viss hönnunaratriði hans. Fyrirtækið segir að nýi bíllinn státi af miklu innanrými og einu mesta farangursrými í flokki blendinga. Þá búi bíllinn yfir yfirburða fjölhæfni í notkun. Suzuki hefur lengi þótt standa framarlega þegar kemur að fjórhjóladrifstækni og verður þessi nýi bíll fjórhjóladrifinn sem ætti fyrir vikið að bæta aksturseiginleika hans. Á Genfarsýningunni mun Suzuki einnig sýna smábílana Alto og Splash sem og Swift og aldrifsbílana SX4, Jimny og Grand Vitara.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent