Eru augu ökumanna á veginum? 8. febrúar 2013 14:00 Já, en bara þrjá fjórðu tímans. Könnun, þar sem ökumenn voru látnir bera sérstök gleraugu sem nema hvert ökumenn horfa, leiðir í ljós að þeir eru með augun annarsstaðar en á veginum 21,7% tímans. En hvert eru þeir þá að horfa? Allir bílarnir sem þátttakendur sátu í voru með leiðsögukerfi og 12,0% tímans fór í horfa á það, 5,2% að virða fyrir sér útsýnið, 2,4% á gangandi fólk, 0,6% á lesefni í bílnum, svo sem kort, 0,5% á auglýsingaskilti, 0,5% á hraðamælinn, 0,2% á útvarpið við stillingar á því og aðrir þættir tóku enn minni tíma. Ökumenn horfa því á veginn í 78,3% tímans sem þeir eru undir stýri og það vekur upp spurninguna, er það nóg til að gæta fyllsta öryggis? Það var Direct Line Car Insurance í Bretlandi sem gerði þessa könnun. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent
Já, en bara þrjá fjórðu tímans. Könnun, þar sem ökumenn voru látnir bera sérstök gleraugu sem nema hvert ökumenn horfa, leiðir í ljós að þeir eru með augun annarsstaðar en á veginum 21,7% tímans. En hvert eru þeir þá að horfa? Allir bílarnir sem þátttakendur sátu í voru með leiðsögukerfi og 12,0% tímans fór í horfa á það, 5,2% að virða fyrir sér útsýnið, 2,4% á gangandi fólk, 0,6% á lesefni í bílnum, svo sem kort, 0,5% á auglýsingaskilti, 0,5% á hraðamælinn, 0,2% á útvarpið við stillingar á því og aðrir þættir tóku enn minni tíma. Ökumenn horfa því á veginn í 78,3% tímans sem þeir eru undir stýri og það vekur upp spurninguna, er það nóg til að gæta fyllsta öryggis? Það var Direct Line Car Insurance í Bretlandi sem gerði þessa könnun.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent