Helgarmaturinn - Indversk kjúklingasúpa 8. febrúar 2013 11:00 Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri World Class. Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri World Class, situr ekki auðum höndum í eldhúsinu en það vita allir sem til hennar þekkja. Hún deilir hér uppskrift að dásamlegri vetrarsúpu. Indversk kjúklingasúpa Fyrir sex Innihald:5-6 kjúklingabringur2-3 stk. sætar kartöflur2 stk. rauðar paprikur (skornar í ræmur)1 stk. púrrulaukur (skorinn í ræmur)3 stk. hvítlauksgeirar (saxaðir)1-3 msk. karrí3-4 msk. olía2 flöskur Heinz-chilisósa400 g rjómaostur5 dl matreiðslurjómi1 l vatn (jafnvel meira)Um 1 msk. rósmarínUm 2 msk. Eftirlæti hafmeyjunnar (Pottagaldrar)Um 1-2 teningar kjúklingakraftur Aðferð: Setjið vatn, chilisósurnar, rjómaost, rjóma, kjúklingakraft og krydd (rósmarín og Eftirlæti hafmeyjunnar) í pott og látið malla. Best er að rjómaosturinn bráðni alveg og svo má þynna súpuna með vatni ef hún þykir of þykk. Skerið þar á eftir sætu kartöflurnar í hæfilega stóra teninga og setjið út í súpuna, mallið áfram. Því næst eru paprika, púrrulaukur og hvítlaukur steikt upp úr karríi og olíu og bætt í pottinn. Þetta allt látið malla þar til kartöfluteningarnir verða mjúkir. Á meðan eru kjúklingabringurnar skornar í bita og steiktar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar og bætt við, látið malla áfram í um 10 mínútur og þá er súpan tilbúin. Frábært er að bera þessa súpu fram með naan-brauði eða öðru slíku. Eins og með margar súpur er þessi súpa alveg jafn góð, ef ekki betri, næsta dag. Kjúklingur Súpur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri World Class, situr ekki auðum höndum í eldhúsinu en það vita allir sem til hennar þekkja. Hún deilir hér uppskrift að dásamlegri vetrarsúpu. Indversk kjúklingasúpa Fyrir sex Innihald:5-6 kjúklingabringur2-3 stk. sætar kartöflur2 stk. rauðar paprikur (skornar í ræmur)1 stk. púrrulaukur (skorinn í ræmur)3 stk. hvítlauksgeirar (saxaðir)1-3 msk. karrí3-4 msk. olía2 flöskur Heinz-chilisósa400 g rjómaostur5 dl matreiðslurjómi1 l vatn (jafnvel meira)Um 1 msk. rósmarínUm 2 msk. Eftirlæti hafmeyjunnar (Pottagaldrar)Um 1-2 teningar kjúklingakraftur Aðferð: Setjið vatn, chilisósurnar, rjómaost, rjóma, kjúklingakraft og krydd (rósmarín og Eftirlæti hafmeyjunnar) í pott og látið malla. Best er að rjómaosturinn bráðni alveg og svo má þynna súpuna með vatni ef hún þykir of þykk. Skerið þar á eftir sætu kartöflurnar í hæfilega stóra teninga og setjið út í súpuna, mallið áfram. Því næst eru paprika, púrrulaukur og hvítlaukur steikt upp úr karríi og olíu og bætt í pottinn. Þetta allt látið malla þar til kartöfluteningarnir verða mjúkir. Á meðan eru kjúklingabringurnar skornar í bita og steiktar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar og bætt við, látið malla áfram í um 10 mínútur og þá er súpan tilbúin. Frábært er að bera þessa súpu fram með naan-brauði eða öðru slíku. Eins og með margar súpur er þessi súpa alveg jafn góð, ef ekki betri, næsta dag.
Kjúklingur Súpur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira