Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði 9. febrúar 2013 08:00 Veiðihúsið í Miðdalsá er fjörtíu fermetrar með tveimur svefnherbergjum. Mynd / Lax-á. Lax-á tilkynnti í gær um fimmtungs lækkun á verði veiðileyfa í Miðdalsá í Steingrímsfirði miðað við síðasta sumar. Um Miðdalsá sem er í Steingrímsfirði á Ströndum segir á vef Lax-ár að hún eigi efstu upptök sín í litlum pollum suður undir Gilsfirði. "Miðdalsá rennur til norðurs og fellur í sunnanverðan Steingrímsfjörð. Á svæðinu eru seldar 2 stangir. Umhverfi árinnar er rómað fyrir náttúrufegurð og gott er að komast að veiðistöðum. Keyra þarf yfir ána á einum stað og er betra að hafa jeppa til þess en það er frekar ofarlega og hægt að ganga upp að fossi sem er ófiskgengur. Annars er hægt að keyra meðfram allri ánni og er þjóðvegurinn yfir ána neðarlega. Sjóbleikja gengur í ána og einnig er einhver laxavon. Lítið er vitað um ána en ekkert hefur verið skráð í veiðibækur. Því er erfitt að fullyrða nokkuð um veiðitölur. Verður verði því stillt í hóf á meðan að verið er að kortleggja ána og koma skráningum í rétt horf. Áin þykir henta vel til ræktunar og er það í athugun. Vegalengdin frá Reykjavík er 260 km. og eru um það bil 12 km. á Hólmavík," segir á vef Lax-ár. gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Bleikjur upp við land á Þingvöllum Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði
Lax-á tilkynnti í gær um fimmtungs lækkun á verði veiðileyfa í Miðdalsá í Steingrímsfirði miðað við síðasta sumar. Um Miðdalsá sem er í Steingrímsfirði á Ströndum segir á vef Lax-ár að hún eigi efstu upptök sín í litlum pollum suður undir Gilsfirði. "Miðdalsá rennur til norðurs og fellur í sunnanverðan Steingrímsfjörð. Á svæðinu eru seldar 2 stangir. Umhverfi árinnar er rómað fyrir náttúrufegurð og gott er að komast að veiðistöðum. Keyra þarf yfir ána á einum stað og er betra að hafa jeppa til þess en það er frekar ofarlega og hægt að ganga upp að fossi sem er ófiskgengur. Annars er hægt að keyra meðfram allri ánni og er þjóðvegurinn yfir ána neðarlega. Sjóbleikja gengur í ána og einnig er einhver laxavon. Lítið er vitað um ána en ekkert hefur verið skráð í veiðibækur. Því er erfitt að fullyrða nokkuð um veiðitölur. Verður verði því stillt í hóf á meðan að verið er að kortleggja ána og koma skráningum í rétt horf. Áin þykir henta vel til ræktunar og er það í athugun. Vegalengdin frá Reykjavík er 260 km. og eru um það bil 12 km. á Hólmavík," segir á vef Lax-ár. gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Bleikjur upp við land á Þingvöllum Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Hraunsfjörður er að gefa fína veiði Veiði Líflegur markaður með villibráð Veiði