Fyrirsæta og sigurvegari í rallakstri 31. janúar 2013 08:45 Inessa sinnir hér báðum sínum störfum af þokka, aka rallýbíl og sitja fyrir Er að hefja keppni í finnsku rallmótaröðinni. Inessa Tushkanova er engin venjuleg kona. Á milli þess sem hún vinnur rallýkeppnir situr hún fyrir nakin á forsíðu Playboy. Hún keppir reyndar ekki í heimsbikarnum í rallakstri en hefur unnið margar keppnir sem eru örlítið minni í sniðum og er brátt að hefja keppni í Finnish Rally Championship. Hún keppir á Mitsubishi Lancer Evo IX bíl, en á marga aðra frambærilega bíla í bílskúr sínum, svo sem Subaru WRX STI, BMW M6 með 10 strokka vél og nokkra aðra Lancer Evo bíla. Inessa er fædd í Úkraíunu en býr nú í Rússlandi, þar sem tækifærin eru stærri bæði hvað varðar rallakstur og fyrirsætustörf. Inessa hefur gengið til liðs við rallökuliðið PrintSport Racing sem vann finnsku rallmótaröðina á síðasta ári og því ætti hún að vera í góðum höndum. Spurð að því af hverju hún situr fyrir í Playboy á milli keppna sagði Inessa. "Engum líkar við kvenmenn í ökusporti, sem er svo til einokað af karlmönnum, vegna þess að kvenfólk á auðveldara með að fá kostunaraðila. Playboy hjálpar mér einmitt til þess" Allt fyrir betri árangur í uppáhaldsiðju hennar, rallýið. Það er greinilega ekki nóg með að Inessa sé góður ökumaður og gullfalleg fyrirsæta, heldur hefur hún nef fyrir viðskiptum. Markmið hennar eru heldur ekkert smá í sniðum, hún stefnir á að verða heimsmeistari í rallakstri og víst er að mörgum þætti ekkert leiðinlegt að hafa svo snoppufríðan meistara reglulega á síðum blaðanna.Inessa hefur þrisvar sinnum verið á forsíðu Playboy fyrir útgáfu þess i hinum ýmsu löndumInessa með sigurlaun eftir rallaksturskeppniFyrirsætan við tvo af bílum sínum, rallakstursbíl og 10 strokka BMWÁ fullu í keppni á Mitsubishi Lance Evo keppnisbíl sínum Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent
Er að hefja keppni í finnsku rallmótaröðinni. Inessa Tushkanova er engin venjuleg kona. Á milli þess sem hún vinnur rallýkeppnir situr hún fyrir nakin á forsíðu Playboy. Hún keppir reyndar ekki í heimsbikarnum í rallakstri en hefur unnið margar keppnir sem eru örlítið minni í sniðum og er brátt að hefja keppni í Finnish Rally Championship. Hún keppir á Mitsubishi Lancer Evo IX bíl, en á marga aðra frambærilega bíla í bílskúr sínum, svo sem Subaru WRX STI, BMW M6 með 10 strokka vél og nokkra aðra Lancer Evo bíla. Inessa er fædd í Úkraíunu en býr nú í Rússlandi, þar sem tækifærin eru stærri bæði hvað varðar rallakstur og fyrirsætustörf. Inessa hefur gengið til liðs við rallökuliðið PrintSport Racing sem vann finnsku rallmótaröðina á síðasta ári og því ætti hún að vera í góðum höndum. Spurð að því af hverju hún situr fyrir í Playboy á milli keppna sagði Inessa. "Engum líkar við kvenmenn í ökusporti, sem er svo til einokað af karlmönnum, vegna þess að kvenfólk á auðveldara með að fá kostunaraðila. Playboy hjálpar mér einmitt til þess" Allt fyrir betri árangur í uppáhaldsiðju hennar, rallýið. Það er greinilega ekki nóg með að Inessa sé góður ökumaður og gullfalleg fyrirsæta, heldur hefur hún nef fyrir viðskiptum. Markmið hennar eru heldur ekkert smá í sniðum, hún stefnir á að verða heimsmeistari í rallakstri og víst er að mörgum þætti ekkert leiðinlegt að hafa svo snoppufríðan meistara reglulega á síðum blaðanna.Inessa hefur þrisvar sinnum verið á forsíðu Playboy fyrir útgáfu þess i hinum ýmsu löndumInessa með sigurlaun eftir rallaksturskeppniFyrirsætan við tvo af bílum sínum, rallakstursbíl og 10 strokka BMWÁ fullu í keppni á Mitsubishi Lance Evo keppnisbíl sínum
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent