Bjarni Ben: Á ekki von á því að tillögurnar verði samþykktar Magnús Halldórsson skrifar 30. janúar 2013 22:08 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki vera tímabært að skipta um mynt hér á landi, þ.e. að kasta krónunni og taka upp alþjóðlega mynt. Hann segir brýnna að ná fyrst tökum á ríkisfjármálunum, eyða fjárlagahallanum og koma á meiri stöðugleika í efnahagslífinu. „Ég tel að það sé alveg sjálfsagt mál að ræða um framtíð gjaldmiðilsins, en ég tel það alls ekki tímabært að við Íslendingar hefjum undirbúning að því að skipta um gjaldmiðil [...] Ég tel sjálfur að landsfundur muni ekki samþykkja þessar tillögur, en það er sjálfsagt mál að taka um þetta umræðu." Samkvæmt drögum að tillögum um efnahags- og viðskiptamál, fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer 21. til 24. febrúar, verður afnám gjaldeyrishafta gert að forgangsmáli, og það með upptöku alþjóðlegrar myntar, og þar með yrði krónan aflögð, henni kastað eins og það er stundum nefnt. Einkum er horft til þess að skoða upptöku Bandaríkjadals og Kanadadals, að því er segir í tillögunum, sem birtar voru á vefsvæði Sjálfstæðisflokksins í morgun. Orðrétt segir í tillögunum: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framatíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna áalheimsmarkaði. Nú, fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða" og engin trúverðug lausn hefur verið sett fram um afnám þeirra, er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu um að kannaðir verði til þrautar allir möguleikar fyrir Ísland í gjaldeyrismálum. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til þess að svo megi vera telur landsfundur rétt að hafist verði handa við undirbúning um að taka í notkun alþjóðlega mynt á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Alþjóðlegar myntir sem til greina gætu komið fyrir Ísland eru meðal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar. Landsfundur telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kanni sérstaklega þau kjör og valkosti sem bjóðast við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals." Þá kemur einnig fram listi yfir mál sem ættu að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum í apríl nk., í ríkisstjórn ef Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga aðild að henni. Sá listi er eftirfarandi: „1. Að stuðla að því að Íslendingar eigi greiðan aðgang að alþjóðlegum markaði. 2. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. 3. Að hemja útgjöld ríkisins, lækka skatta og endurskoða bótakerfi. 4. Að draga mjög úr vægi verðtryggingar. 5. Að koma til móts við þau heimili sem eignuðust húsnæði á árunum 2006-2008 með raunhæfum kostum til skuldalækkunar. 6. Að stuðla að því að neytendur á Íslandi njóti góðs af alþjóðlegri samkeppni. 7. Að skapa skynsamlegra umhverfi um rekstur fjármálastofnana. 8. Að ljúka skiptum á þrotabúum föllnu bankanna á sanngjarnan hátt en gæta hagsmuna Íslands í hvívetna. 9. Að líta til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni og selja hluta af Landsvirkjun. 10. Að verja eignarréttinn, grundvöll verðmætasköpunar." Sjá má drög að tillögum um efnahag- og viðskiptamál fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins hér. Kosningar 2013 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki vera tímabært að skipta um mynt hér á landi, þ.e. að kasta krónunni og taka upp alþjóðlega mynt. Hann segir brýnna að ná fyrst tökum á ríkisfjármálunum, eyða fjárlagahallanum og koma á meiri stöðugleika í efnahagslífinu. „Ég tel að það sé alveg sjálfsagt mál að ræða um framtíð gjaldmiðilsins, en ég tel það alls ekki tímabært að við Íslendingar hefjum undirbúning að því að skipta um gjaldmiðil [...] Ég tel sjálfur að landsfundur muni ekki samþykkja þessar tillögur, en það er sjálfsagt mál að taka um þetta umræðu." Samkvæmt drögum að tillögum um efnahags- og viðskiptamál, fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer 21. til 24. febrúar, verður afnám gjaldeyrishafta gert að forgangsmáli, og það með upptöku alþjóðlegrar myntar, og þar með yrði krónan aflögð, henni kastað eins og það er stundum nefnt. Einkum er horft til þess að skoða upptöku Bandaríkjadals og Kanadadals, að því er segir í tillögunum, sem birtar voru á vefsvæði Sjálfstæðisflokksins í morgun. Orðrétt segir í tillögunum: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framatíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna áalheimsmarkaði. Nú, fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða" og engin trúverðug lausn hefur verið sett fram um afnám þeirra, er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu um að kannaðir verði til þrautar allir möguleikar fyrir Ísland í gjaldeyrismálum. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til þess að svo megi vera telur landsfundur rétt að hafist verði handa við undirbúning um að taka í notkun alþjóðlega mynt á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Alþjóðlegar myntir sem til greina gætu komið fyrir Ísland eru meðal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar. Landsfundur telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kanni sérstaklega þau kjör og valkosti sem bjóðast við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals." Þá kemur einnig fram listi yfir mál sem ættu að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum í apríl nk., í ríkisstjórn ef Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga aðild að henni. Sá listi er eftirfarandi: „1. Að stuðla að því að Íslendingar eigi greiðan aðgang að alþjóðlegum markaði. 2. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. 3. Að hemja útgjöld ríkisins, lækka skatta og endurskoða bótakerfi. 4. Að draga mjög úr vægi verðtryggingar. 5. Að koma til móts við þau heimili sem eignuðust húsnæði á árunum 2006-2008 með raunhæfum kostum til skuldalækkunar. 6. Að stuðla að því að neytendur á Íslandi njóti góðs af alþjóðlegri samkeppni. 7. Að skapa skynsamlegra umhverfi um rekstur fjármálastofnana. 8. Að ljúka skiptum á þrotabúum föllnu bankanna á sanngjarnan hátt en gæta hagsmuna Íslands í hvívetna. 9. Að líta til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni og selja hluta af Landsvirkjun. 10. Að verja eignarréttinn, grundvöll verðmætasköpunar." Sjá má drög að tillögum um efnahag- og viðskiptamál fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins hér.
Kosningar 2013 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira