Fyrrum forstjóri Porsche í vanda 23. janúar 2013 09:15 Fyrrum forstjóri Porsche og fjármálastjórinn Ætlaði að kaupa Volkswagen en Volkswagen keypti Porsche. Wendelin Wiedeking fyrrverandi forstjóri Porsche hefur verið ákærður vegna gerða sinna við hina misheppnuðu yfirtöku Porsche á Volkswagen. Hann ákvað árið 2008 að auka hlut Porsche í Volkswagen í 75% og meiningin var að eignast fyrirtækið að fullu í kjölfarið. Wiedeking hafði hinsvegar neitað því fimm sinnum að áform Porsche væri að eignast Volkswagen og fyrir vikið féllu hlutabréf umtalsvert í Volkswagen. Það varð til þess að fjárfestar seldu hin fallandi bréf í Volkswagen og á meðan kepptist hann við að kaupa þau öll upp. Þessháttar hegðun og lygi er ekki vel séð í Þýskalandi og þeir sem töpuðu miklu á leikfléttunni kærðu hann fyrir verknaðinn. Volkswagen, eins og mörgum er kunnugt, keypti síðan Porsche, og kláraði yfirtökuna með kaupum á síðustu bréfunum í sportbílaframleiðandanum í fyrra. Réttarhöldin í Wiederking gætu tekið marga mánuði. Einnig er réttað yfir fjármálastjóra Porsche frá tíð Wiederking. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent
Ætlaði að kaupa Volkswagen en Volkswagen keypti Porsche. Wendelin Wiedeking fyrrverandi forstjóri Porsche hefur verið ákærður vegna gerða sinna við hina misheppnuðu yfirtöku Porsche á Volkswagen. Hann ákvað árið 2008 að auka hlut Porsche í Volkswagen í 75% og meiningin var að eignast fyrirtækið að fullu í kjölfarið. Wiedeking hafði hinsvegar neitað því fimm sinnum að áform Porsche væri að eignast Volkswagen og fyrir vikið féllu hlutabréf umtalsvert í Volkswagen. Það varð til þess að fjárfestar seldu hin fallandi bréf í Volkswagen og á meðan kepptist hann við að kaupa þau öll upp. Þessháttar hegðun og lygi er ekki vel séð í Þýskalandi og þeir sem töpuðu miklu á leikfléttunni kærðu hann fyrir verknaðinn. Volkswagen, eins og mörgum er kunnugt, keypti síðan Porsche, og kláraði yfirtökuna með kaupum á síðustu bréfunum í sportbílaframleiðandanum í fyrra. Réttarhöldin í Wiederking gætu tekið marga mánuði. Einnig er réttað yfir fjármálastjóra Porsche frá tíð Wiederking.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent