Kaupstefna opnar dyr fyrir íslenska hönnuði erlendis Magnús Halldórsson skrifar 23. janúar 2013 09:46 Erlend hönnunarfyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að horfa til Íslands. Stórt norrænt húsgagnahönnunarfyrirtæki er meðal þeirra fyrirtækja sem boðað hafa komu sína á kaupstefnu í tengslum við HönnunarMars, þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á að kynna vörur sínar fyrir þekktum norrænum hönnuðum. HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið dagana 14. til 17. mars næstkomandi, en á dögunum er íslensk hönnun í hávegum höfð, ýmsir viðburðir eru á dagskránni þar sem almenningi gefst kostur á að kynnast íslenskri hönnun, af öllum stærðum og gerðum. Meðal viðburða að þessu sinni er kaupstefna sem kallast DesignMatch þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á því að kynna verk sín fyrir norrænum hönnunarfyrirtækjum, en áhugi á íslenskri hönnun erlendis frá hefur farið vaxandi undanfarin misseri. „Okkur hefur tekist, með þessari kaupstefnu að búa til ákveðna einokun, eða „exsclusivitet", fyrir þá kaupendur sem við bjóðum til þess að koma hingað, inn í ákveðna senu sem er eins og óplægður akur fyrir hönnunarfyrirtæki, innan þessarar norrænu hönnunarsenu," segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð. Virt norrænt fyrirtæki á sviði húsgagnahönnunar, One Nordic Furniture Company, hefur þegar boðað komu sína á kaupstefnuna, auk fleiri fyrirtækja, en vörulína þess er hönnuð af fremstu norrænu hönnuðum samtímans. Einn af hornsteinum í framleiðslu fyrirtækisins eru gæði og sanngjarnt verð. Það er með höfuðstöðvar sínar í Helsinki, höfuðborg Finnlands, en hið margverðlaunaða sænska hönnunarfyrirtæki Form Us With Love hefur listræna stjórn með fyrirtækinu. Greipur segir að kaupstefnur samhliða HönnurMars á liðnum árum, hafi skilað íslenskum hönnuðum miklum ávinningi og erlendu fyrirtækin sem taki þátt í henni séu afar ánægð með þau verkefni sem íslenskir hönnuðir kynna fyrir þeim. „Öll árin sem kaupstefnurnar hafa verið haldnar, hafa einhverjir íslenskir hönnuðir eða íslensk hönnunarfyrirtæki, slegið í gegnum múrinn, og farið í dreifingu eða framleiðslu utan Íslands," segir Greipur. HönnunarMars Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Erlend hönnunarfyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að horfa til Íslands. Stórt norrænt húsgagnahönnunarfyrirtæki er meðal þeirra fyrirtækja sem boðað hafa komu sína á kaupstefnu í tengslum við HönnunarMars, þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á að kynna vörur sínar fyrir þekktum norrænum hönnuðum. HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið dagana 14. til 17. mars næstkomandi, en á dögunum er íslensk hönnun í hávegum höfð, ýmsir viðburðir eru á dagskránni þar sem almenningi gefst kostur á að kynnast íslenskri hönnun, af öllum stærðum og gerðum. Meðal viðburða að þessu sinni er kaupstefna sem kallast DesignMatch þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á því að kynna verk sín fyrir norrænum hönnunarfyrirtækjum, en áhugi á íslenskri hönnun erlendis frá hefur farið vaxandi undanfarin misseri. „Okkur hefur tekist, með þessari kaupstefnu að búa til ákveðna einokun, eða „exsclusivitet", fyrir þá kaupendur sem við bjóðum til þess að koma hingað, inn í ákveðna senu sem er eins og óplægður akur fyrir hönnunarfyrirtæki, innan þessarar norrænu hönnunarsenu," segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð. Virt norrænt fyrirtæki á sviði húsgagnahönnunar, One Nordic Furniture Company, hefur þegar boðað komu sína á kaupstefnuna, auk fleiri fyrirtækja, en vörulína þess er hönnuð af fremstu norrænu hönnuðum samtímans. Einn af hornsteinum í framleiðslu fyrirtækisins eru gæði og sanngjarnt verð. Það er með höfuðstöðvar sínar í Helsinki, höfuðborg Finnlands, en hið margverðlaunaða sænska hönnunarfyrirtæki Form Us With Love hefur listræna stjórn með fyrirtækinu. Greipur segir að kaupstefnur samhliða HönnurMars á liðnum árum, hafi skilað íslenskum hönnuðum miklum ávinningi og erlendu fyrirtækin sem taki þátt í henni séu afar ánægð með þau verkefni sem íslenskir hönnuðir kynna fyrir þeim. „Öll árin sem kaupstefnurnar hafa verið haldnar, hafa einhverjir íslenskir hönnuðir eða íslensk hönnunarfyrirtæki, slegið í gegnum múrinn, og farið í dreifingu eða framleiðslu utan Íslands," segir Greipur.
HönnunarMars Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira