Kaupstefna opnar dyr fyrir íslenska hönnuði erlendis Magnús Halldórsson skrifar 23. janúar 2013 09:46 Erlend hönnunarfyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að horfa til Íslands. Stórt norrænt húsgagnahönnunarfyrirtæki er meðal þeirra fyrirtækja sem boðað hafa komu sína á kaupstefnu í tengslum við HönnunarMars, þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á að kynna vörur sínar fyrir þekktum norrænum hönnuðum. HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið dagana 14. til 17. mars næstkomandi, en á dögunum er íslensk hönnun í hávegum höfð, ýmsir viðburðir eru á dagskránni þar sem almenningi gefst kostur á að kynnast íslenskri hönnun, af öllum stærðum og gerðum. Meðal viðburða að þessu sinni er kaupstefna sem kallast DesignMatch þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á því að kynna verk sín fyrir norrænum hönnunarfyrirtækjum, en áhugi á íslenskri hönnun erlendis frá hefur farið vaxandi undanfarin misseri. „Okkur hefur tekist, með þessari kaupstefnu að búa til ákveðna einokun, eða „exsclusivitet", fyrir þá kaupendur sem við bjóðum til þess að koma hingað, inn í ákveðna senu sem er eins og óplægður akur fyrir hönnunarfyrirtæki, innan þessarar norrænu hönnunarsenu," segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð. Virt norrænt fyrirtæki á sviði húsgagnahönnunar, One Nordic Furniture Company, hefur þegar boðað komu sína á kaupstefnuna, auk fleiri fyrirtækja, en vörulína þess er hönnuð af fremstu norrænu hönnuðum samtímans. Einn af hornsteinum í framleiðslu fyrirtækisins eru gæði og sanngjarnt verð. Það er með höfuðstöðvar sínar í Helsinki, höfuðborg Finnlands, en hið margverðlaunaða sænska hönnunarfyrirtæki Form Us With Love hefur listræna stjórn með fyrirtækinu. Greipur segir að kaupstefnur samhliða HönnurMars á liðnum árum, hafi skilað íslenskum hönnuðum miklum ávinningi og erlendu fyrirtækin sem taki þátt í henni séu afar ánægð með þau verkefni sem íslenskir hönnuðir kynna fyrir þeim. „Öll árin sem kaupstefnurnar hafa verið haldnar, hafa einhverjir íslenskir hönnuðir eða íslensk hönnunarfyrirtæki, slegið í gegnum múrinn, og farið í dreifingu eða framleiðslu utan Íslands," segir Greipur. HönnunarMars Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Erlend hönnunarfyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að horfa til Íslands. Stórt norrænt húsgagnahönnunarfyrirtæki er meðal þeirra fyrirtækja sem boðað hafa komu sína á kaupstefnu í tengslum við HönnunarMars, þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á að kynna vörur sínar fyrir þekktum norrænum hönnuðum. HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið dagana 14. til 17. mars næstkomandi, en á dögunum er íslensk hönnun í hávegum höfð, ýmsir viðburðir eru á dagskránni þar sem almenningi gefst kostur á að kynnast íslenskri hönnun, af öllum stærðum og gerðum. Meðal viðburða að þessu sinni er kaupstefna sem kallast DesignMatch þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á því að kynna verk sín fyrir norrænum hönnunarfyrirtækjum, en áhugi á íslenskri hönnun erlendis frá hefur farið vaxandi undanfarin misseri. „Okkur hefur tekist, með þessari kaupstefnu að búa til ákveðna einokun, eða „exsclusivitet", fyrir þá kaupendur sem við bjóðum til þess að koma hingað, inn í ákveðna senu sem er eins og óplægður akur fyrir hönnunarfyrirtæki, innan þessarar norrænu hönnunarsenu," segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð. Virt norrænt fyrirtæki á sviði húsgagnahönnunar, One Nordic Furniture Company, hefur þegar boðað komu sína á kaupstefnuna, auk fleiri fyrirtækja, en vörulína þess er hönnuð af fremstu norrænu hönnuðum samtímans. Einn af hornsteinum í framleiðslu fyrirtækisins eru gæði og sanngjarnt verð. Það er með höfuðstöðvar sínar í Helsinki, höfuðborg Finnlands, en hið margverðlaunaða sænska hönnunarfyrirtæki Form Us With Love hefur listræna stjórn með fyrirtækinu. Greipur segir að kaupstefnur samhliða HönnurMars á liðnum árum, hafi skilað íslenskum hönnuðum miklum ávinningi og erlendu fyrirtækin sem taki þátt í henni séu afar ánægð með þau verkefni sem íslenskir hönnuðir kynna fyrir þeim. „Öll árin sem kaupstefnurnar hafa verið haldnar, hafa einhverjir íslenskir hönnuðir eða íslensk hönnunarfyrirtæki, slegið í gegnum múrinn, og farið í dreifingu eða framleiðslu utan Íslands," segir Greipur.
HönnunarMars Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira