Leyfa Írar hóflegan ölvunarakstur? 29. janúar 2013 10:00 Afar skiptar skoðanir eru um tillögu írska þingmannsins Hugsað til að koma í veg fyrir einangrun aldraðra. Flest lönd hafa hert reglur er varða hámarks vínanda í blóði ökumanna, en uppi er hugmynd á Írlandi sem gengur í þveröfuga átt. Írskur þingmaður hefur miklar áhyggjur af einangrun gamals fólks á landsbyggðinni. Hann telur að harðar reglur gegn akstri undir áhrifum geri það að verkum að gamla fólkið sitji heima frekar en að sækja þann eina félagsskap sem þeir margir hverjir hafa möguleika á, það er á pöbbinn. Því sé alveg ómögulegt að þeim leyfist ekki að aka bílum sínum þaðan og heim eftir að hafa skvett í sig örfáum bjórum. Þingmaðurinn vill aðeins leyfa rýmri reglur á ákveðnum svæðum í landinu, þar sem vandi þessa fólks er sem mestur, í dreifðari byggðum. Hann telur einnig að takmarka ætti hámarkshraða þann sem leyfður yrði hjá þeim sem lögin tækju til við 20 til 30 mílur, eða 35-50 kílómetra hraða. Ekki eru allir sammála tillögu þingmannsins ágæta, en hann á örugglega nokkuð fleiri vini á landsbyggðinni nú en áður en hann bar fram þessa sérstöku tillögu. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent
Hugsað til að koma í veg fyrir einangrun aldraðra. Flest lönd hafa hert reglur er varða hámarks vínanda í blóði ökumanna, en uppi er hugmynd á Írlandi sem gengur í þveröfuga átt. Írskur þingmaður hefur miklar áhyggjur af einangrun gamals fólks á landsbyggðinni. Hann telur að harðar reglur gegn akstri undir áhrifum geri það að verkum að gamla fólkið sitji heima frekar en að sækja þann eina félagsskap sem þeir margir hverjir hafa möguleika á, það er á pöbbinn. Því sé alveg ómögulegt að þeim leyfist ekki að aka bílum sínum þaðan og heim eftir að hafa skvett í sig örfáum bjórum. Þingmaðurinn vill aðeins leyfa rýmri reglur á ákveðnum svæðum í landinu, þar sem vandi þessa fólks er sem mestur, í dreifðari byggðum. Hann telur einnig að takmarka ætti hámarkshraða þann sem leyfður yrði hjá þeim sem lögin tækju til við 20 til 30 mílur, eða 35-50 kílómetra hraða. Ekki eru allir sammála tillögu þingmannsins ágæta, en hann á örugglega nokkuð fleiri vini á landsbyggðinni nú en áður en hann bar fram þessa sérstöku tillögu.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent