Bíða skýringa úr Kleifarvatni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. janúar 2013 08:00 Kafarar sáu mikið af dauðum silungi í Kleifarvatni í fyrrasumar. Mynd / Héðinn Ólafsson Beðið er eftir lokaniðurstöðum rannsókna á slæmri stöðu í Hlíðarvatni og Kleifarvatni í fyrrasumar segir formaður Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar. "Vatnshitinn í fyrra hafði greinilega mikil áhrif á bleikjuna í Hlíðarvatni samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr rannsókn sem fram fór þar," segir Vilborg Reynisdóttir, formaður Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar (SVH), um veiðina sumarið 2012. "Kleifarvatn fékk skellinn þegar fréttir bárust af dauðum fiski á botninum við suðurendann og dró þá verulega úr veiði þar," bætir Vilborg við. Nú sé beðið eftir lokaniðurstöðum rannsókna á báðum þessum vötnum Vilborg segir sumarið í fyrra þó alls ekki hafa verið slæmt hvað veiðileyfasölu varðar í forsölu til félaga SVH. "En veiðin hefði mátt vera meiri - sem var í takt við það sem var að gerast alls staðar, bæði í lax og silungsveiðinni," segir Vilborg sem kveðst þó bjartsýn á næsta sumar. "Það getur varla orðið verra en það síðast," bendir hún á. Félagsmenn í SVH fá að sögn Vilborgar sendar umsóknir fyrir næsta sumar upp úr miðjum janúar. Hún á von á góðum viðtökum. "Við höfum þá trú að sífellt fleiri sæki í silungsveiðina og ekki síst vegna þess að laxveiðileyfin halda áfram að hækka þrátt fyrir minni ásókn og veiðitölur. Ég bíð að minnsta kosti spennt eftir vorinu, hvað sem reynist," segir Vilborg. Helstu veiðisvæði SVH eru sem fyrr Hlíðarvatn í Selvogi, Djúpavatn á Reykjanesi og Kleifarvatn. "Að auki munum við bjóða upp á fleiri svæði fyrir okkar félaga í samvinnu við önnur stangaveiðifélög og skýrist það nánar á næstu dögum hver þau verða. Síðan fara öll okkar leyfi sem ekki ganga út inn á leyfi.is eftir úthlutun eins og undanfarin ár," segir formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar. Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði
Beðið er eftir lokaniðurstöðum rannsókna á slæmri stöðu í Hlíðarvatni og Kleifarvatni í fyrrasumar segir formaður Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar. "Vatnshitinn í fyrra hafði greinilega mikil áhrif á bleikjuna í Hlíðarvatni samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr rannsókn sem fram fór þar," segir Vilborg Reynisdóttir, formaður Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar (SVH), um veiðina sumarið 2012. "Kleifarvatn fékk skellinn þegar fréttir bárust af dauðum fiski á botninum við suðurendann og dró þá verulega úr veiði þar," bætir Vilborg við. Nú sé beðið eftir lokaniðurstöðum rannsókna á báðum þessum vötnum Vilborg segir sumarið í fyrra þó alls ekki hafa verið slæmt hvað veiðileyfasölu varðar í forsölu til félaga SVH. "En veiðin hefði mátt vera meiri - sem var í takt við það sem var að gerast alls staðar, bæði í lax og silungsveiðinni," segir Vilborg sem kveðst þó bjartsýn á næsta sumar. "Það getur varla orðið verra en það síðast," bendir hún á. Félagsmenn í SVH fá að sögn Vilborgar sendar umsóknir fyrir næsta sumar upp úr miðjum janúar. Hún á von á góðum viðtökum. "Við höfum þá trú að sífellt fleiri sæki í silungsveiðina og ekki síst vegna þess að laxveiðileyfin halda áfram að hækka þrátt fyrir minni ásókn og veiðitölur. Ég bíð að minnsta kosti spennt eftir vorinu, hvað sem reynist," segir Vilborg. Helstu veiðisvæði SVH eru sem fyrr Hlíðarvatn í Selvogi, Djúpavatn á Reykjanesi og Kleifarvatn. "Að auki munum við bjóða upp á fleiri svæði fyrir okkar félaga í samvinnu við önnur stangaveiðifélög og skýrist það nánar á næstu dögum hver þau verða. Síðan fara öll okkar leyfi sem ekki ganga út inn á leyfi.is eftir úthlutun eins og undanfarin ár," segir formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar.
Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði