Skoda nálgast milljón bíla á ári 17. janúar 2013 11:18 Skoda jók söluna á síðasta ári í V-Evrópu þrátt fyrir snarminnkandi heildarsölu þar. Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda seldi 939.200 bíla á síðasta ári og búast má við að takmarkinu um milljón bíla sölu náist á þessu ári. Skoda jók söluna um 6,8% í fyrra og ef sami vöxtur kemur til á þessu ári nær Skoda markmiði sínu. Ekki ætti að saka að bráðlega mun Skoda kynna nýja kynslóð af vinsælasta bíl sínum, hérlendis sem annarsstaðar, Skoda Octavia. Octavia seldist í 410.000 eintökum í fyrra. Næstsöluhæsta bílgerð Skoda var Fabia með 240.000 eintök, þá Superb með 109.000, Yeti 87.000, Roomster 38.000, Rapid 25.000 og Citigo með 30.000 eintök en sá bíll kom nýr á seinni hluta ársins. Til marks um góðan árangur Skoda á síðasta ári þá var 3% vöxtur í sölu Skoda bíla í vesturhluta Evrópu þó svo að um verulega minnkun heildarsölu þar hafi verið að ræða. Sterkast eini markaður Skoda er þó í Kína, en þar seldi Skoda 236.000 bíla og jókst salan um 7,1%. Sala Skoda bíla í Bretlandi jókst um 17,6% og metsala var einnig í Austurríku, Sviss og Danmörku. Á Íslandi seldust 689 Skoda bílar í fyrra sem var 8,7% af bílasölumarkaðinum og líklega hæsta markaðshlutdeildin utan heimalandsins í Tékklandi. Salan jókst um 48% frá 2011. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
Skoda jók söluna á síðasta ári í V-Evrópu þrátt fyrir snarminnkandi heildarsölu þar. Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda seldi 939.200 bíla á síðasta ári og búast má við að takmarkinu um milljón bíla sölu náist á þessu ári. Skoda jók söluna um 6,8% í fyrra og ef sami vöxtur kemur til á þessu ári nær Skoda markmiði sínu. Ekki ætti að saka að bráðlega mun Skoda kynna nýja kynslóð af vinsælasta bíl sínum, hérlendis sem annarsstaðar, Skoda Octavia. Octavia seldist í 410.000 eintökum í fyrra. Næstsöluhæsta bílgerð Skoda var Fabia með 240.000 eintök, þá Superb með 109.000, Yeti 87.000, Roomster 38.000, Rapid 25.000 og Citigo með 30.000 eintök en sá bíll kom nýr á seinni hluta ársins. Til marks um góðan árangur Skoda á síðasta ári þá var 3% vöxtur í sölu Skoda bíla í vesturhluta Evrópu þó svo að um verulega minnkun heildarsölu þar hafi verið að ræða. Sterkast eini markaður Skoda er þó í Kína, en þar seldi Skoda 236.000 bíla og jókst salan um 7,1%. Sala Skoda bíla í Bretlandi jókst um 17,6% og metsala var einnig í Austurríku, Sviss og Danmörku. Á Íslandi seldust 689 Skoda bílar í fyrra sem var 8,7% af bílasölumarkaðinum og líklega hæsta markaðshlutdeildin utan heimalandsins í Tékklandi. Salan jókst um 48% frá 2011.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent