Porsche 918 handan við hornið 22. janúar 2013 09:00 Spretturinn í hundrað tekur 2,9 sekúndur og hámarkshraðinn er 325 km/klst. Ofurbíllinn Porsche 918 er líklega kominn á framleiðslustigið og sífellt fleiri upplýsingar eru að birtast um bílinn. Meðfylgjandi mynd má finna á vef þýsku einkaleyfastofunnar, sem bendir einmitt til þess að hann sé kominn í framleiðslu. Vitað er að 25 tilbúnir slíkir bílar eru í prófunum víða um heim. Porsche 918 bíllinn er um margt óvenjulegur. Hann er svokallaður tvinnbíll (Plug-in Hybrid) sem hlaða má með heimilisrafmagni og hægt að aka honum 25 km eingöngu á rafmagni og á allt að 145 km hraða. Bíllinn er 770 hestöfl sem fást úr 4,6 l. V8 vél sem skaffar 570 þeirra en rafhlöðurnar 200 hestöflum. Það skilar þessum straumlínulaga bíl í hundraðið á 2,9 sekúndum og hámarkshraðinn er 325 km. Eyðsla hans verður innan við 3 lítrar á hundraðið. Í útliti er bíllinn þónokkuð frábrugðinn öðrum Porsche sportbílum, hann er miklu lengri, breiðari og lægri en t.d. 911 eða Boxter bílarnir. Verð bílsins verður eitthvað í nágrenni við 130 milljónir króna.Porsche 918 glímir við kappakstursbraut Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent
Spretturinn í hundrað tekur 2,9 sekúndur og hámarkshraðinn er 325 km/klst. Ofurbíllinn Porsche 918 er líklega kominn á framleiðslustigið og sífellt fleiri upplýsingar eru að birtast um bílinn. Meðfylgjandi mynd má finna á vef þýsku einkaleyfastofunnar, sem bendir einmitt til þess að hann sé kominn í framleiðslu. Vitað er að 25 tilbúnir slíkir bílar eru í prófunum víða um heim. Porsche 918 bíllinn er um margt óvenjulegur. Hann er svokallaður tvinnbíll (Plug-in Hybrid) sem hlaða má með heimilisrafmagni og hægt að aka honum 25 km eingöngu á rafmagni og á allt að 145 km hraða. Bíllinn er 770 hestöfl sem fást úr 4,6 l. V8 vél sem skaffar 570 þeirra en rafhlöðurnar 200 hestöflum. Það skilar þessum straumlínulaga bíl í hundraðið á 2,9 sekúndum og hámarkshraðinn er 325 km. Eyðsla hans verður innan við 3 lítrar á hundraðið. Í útliti er bíllinn þónokkuð frábrugðinn öðrum Porsche sportbílum, hann er miklu lengri, breiðari og lægri en t.d. 911 eða Boxter bílarnir. Verð bílsins verður eitthvað í nágrenni við 130 milljónir króna.Porsche 918 glímir við kappakstursbraut
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent