Volt ekið yfir 160 milljónir km á rafmagni 7. janúar 2013 14:11 Chevrolet Volt gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni en aðeins rafmagni á styttri leiðum 20 milljón lítra hafa sparast af bensíniEigendur Chevrolet Volt bíla í Bandaríkjunum hafa ekið yfir 100 milljónir mílna á rafmagni eða 160 milljónir kílómetra samanlagt frá því bíllinn kom á markað fyrir tveimur árum. Að meðaltali gengur Volt fyrir rafmagni 65% aksturstímans og nýtir bensínvélina til að framleiða rafmagn inn á rafgeyminn einungis á lengri leiðum. Á þessu tímabili hafa eigendur Volt sparað um 20 milljónir lítra af bensíni. Reiknað yfir í krónur jafngildir þessi sparnaður tæplega 5 milljörðum króna. Verið er að kynna Chevrolet Volt um þessar mundir hér á landi og hefur Bílabúð Benna, umboðsaðili Chevrolet á Íslandi, fengið fyrstu bílana. Með því að endurhlaða rafgeyminn reglulega komast eigendur Volt alls um 1.449 km leið og geta ekið í um einn og hálfan mánuð á milli þess sem bensíntankurinn er fylltur. Margir hafa hins vegar fljótlega farið yfir þetta meðaltal, þ.á m. Andrew Byrne frá Los Angeles. „Ég kaupi einungis bensín þegar framundan eru lengri ferðir því í öllum daglegum akstri gengur bíllinn fyrir rafmagni," segir Byrne. „Síðast ók ég 3.057 km á einni tankfyllingu." Samkvæmt útreikningum Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna spara eigendur Volt um 1.370 dollara á ári í eldsneytiskostnað, nálægt 180.000 ÍSK, í samanburði við eigendur hefðbundinna bensínbíla í Bandaríkjunum. Fyrir dæmigerðan ökumann jafngildir sparnaðurinn við notkun Volt innkaupum á matvörum í níu vikur þegar keypt er inn fyrir 151 dollara í hvert sinn eða 137 bíómiðum sem hver kostar 10 dollara. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent
20 milljón lítra hafa sparast af bensíniEigendur Chevrolet Volt bíla í Bandaríkjunum hafa ekið yfir 100 milljónir mílna á rafmagni eða 160 milljónir kílómetra samanlagt frá því bíllinn kom á markað fyrir tveimur árum. Að meðaltali gengur Volt fyrir rafmagni 65% aksturstímans og nýtir bensínvélina til að framleiða rafmagn inn á rafgeyminn einungis á lengri leiðum. Á þessu tímabili hafa eigendur Volt sparað um 20 milljónir lítra af bensíni. Reiknað yfir í krónur jafngildir þessi sparnaður tæplega 5 milljörðum króna. Verið er að kynna Chevrolet Volt um þessar mundir hér á landi og hefur Bílabúð Benna, umboðsaðili Chevrolet á Íslandi, fengið fyrstu bílana. Með því að endurhlaða rafgeyminn reglulega komast eigendur Volt alls um 1.449 km leið og geta ekið í um einn og hálfan mánuð á milli þess sem bensíntankurinn er fylltur. Margir hafa hins vegar fljótlega farið yfir þetta meðaltal, þ.á m. Andrew Byrne frá Los Angeles. „Ég kaupi einungis bensín þegar framundan eru lengri ferðir því í öllum daglegum akstri gengur bíllinn fyrir rafmagni," segir Byrne. „Síðast ók ég 3.057 km á einni tankfyllingu." Samkvæmt útreikningum Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna spara eigendur Volt um 1.370 dollara á ári í eldsneytiskostnað, nálægt 180.000 ÍSK, í samanburði við eigendur hefðbundinna bensínbíla í Bandaríkjunum. Fyrir dæmigerðan ökumann jafngildir sparnaðurinn við notkun Volt innkaupum á matvörum í níu vikur þegar keypt er inn fyrir 151 dollara í hvert sinn eða 137 bíómiðum sem hver kostar 10 dollara.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent