Dreymdi um glimmer og glans 28. nóvember 2012 13:00 Guðrún Hilmisdóttir, grafískur hönnuður, bjó til aðventukrans í blikkfötu, seríuhjarta í glugga og einfaldar kortaklemmur sem hægt er að föndra með krökkunum.mynd/heida.is MYND/HEIDA.IS Guðrún Hilmisdóttir föndrar alltaf eitthvað fallegt fyrir hver jól. Nú bjó hún til sniðugan aðventukrans í blikkfötu, seríuhjarta og bráðskemmtilegar jólakortaklemmur sem einfalt er að föndra með börnum. Ég hlakka alltaf rosalega mikið til jólanna og föndra yfirleitt eitthvað," segir Guðrún Hilmisdóttir, grafískur hönnuður hjá hönnunar- og auglýsingastofunni Bleki á Akureyri. „Aðventukransinn reyni ég að gera á nýjan hátt fyrir hver jól og ég bý líka til jólakortin. Það hefur alltaf verið skreytt töluvert í mínum foreldrahúsum og ég elskaði allt jólaskrautið! Ég ólst ekki upp við mikinn glimmer eða glans, frekar bast, greni og köngla. Mig dreymdi um meiri glans og glimmer í þá daga en í dag kann ég betur að meta bastið og könglana," segir Guðrún hlæjandi. „Heima er skreytt á Þorláksmessukvöld og ég man eftir að hafa setið með mömmu og ömmu fram á nótt að búa til kertaskreytingar. Við systurnar skreyttum tréð einnig á Þorláksmessukvöld með mömmu eftir að pabbi hafði fest ljósin á. Ég held jólin enn heima hjá mömmu og pabba, en í dag er ég alfarið farin að sjá um tréð og enginn þorir að skipta sér af því lengur!" - ratAðventukrans í fötuBlikkfataBlómapottur sem kemst á hvolf ofan í fötunaKattasandur, hvíturPappaspjald – t.d. af pitsukassa4 „rörstykki" sem ég fékk í lagnadeild HúsasmiðjunnarKönglarHnetur, blandaðar og enn í skelinniLitlar greinarEfni í smá slaufuBlómavír eða föndurvírGott lím, t.d. „double-sided foam tape"Hvít málningDúkahnífur Hvolfið blómapotti ofan í blikkfötuna og fyllið upp að botninum með katta-sandi. Klippið til pappaspjald þannig að það passi sem best í fötuna þegar það liggur ofan á pottinum. Festið litlu rörin ofan á pappaspjaldið með límbandinu eða góðu lími þannig að víðara opið snúi upp. Fyllið aftur í kring með sandinum þannig að rörin standi vel upp úr og það sé enn gott pláss fyrir hnetur og köngla efst. Stingið grein niður með hliðinni, best að smeygja henni meðfram pappaspjaldinu svo að hún haldist föst. Setjið köngla, lifandi greni eða anísstjörnu ofan á til skrauts.SeríuhjartaGalvaníseraður vírVírtöng – ath. þarf að vera með klippu35 ljósa sería í lykkjuFöndurvírKönglarHvít málningStíft blúnduefni eða breiður borðiSkæri Klippið u.þ.b. tveggja metra langan vírbút og brjótið saman í tvennt um miðju, bindið saman á 2-3 stöðum með föndurvír svo að þeir haldist saman. Mótið hjarta og bindið aftur saman með föndurvír. Finnið miðjuna á seríunni og bindið hana neðst á hjartað með föndurvír. Ljósin í sitthvorum endanum á seríunni eru svo fest sitthvorum megin efst á hjartanu. Vefjið seríuna utan um vírinn og festið með föndurvír á örfáum stöðum. Festið köngla með föndurvír. Klippið nokkuð stíft blúnduefni eða borða niður í ferninga, u.þ.b. 10x10cm. Rykkið ferningana saman um miðjuna og bindið með föndurvír svo úr verður slaufa. Festið slaufurnar hér og þar á hjartað.JólakortasnúraBakarabandTréklemmurHvítur pappírRauður pappírLímbyssa eða gott föndurlím Málið klemmurnar hvítar. Klippið út lítil hjörtu og vængi úr nokkuð þykkum pappír. Límið pappírshjörtun og vængina á klemmurnar. Búið til snúru úr tvöföldu bakarabandi og hengið á vegg. Festið svo jólakortin á snúruna með klemmunum! Föndur Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Góð bók og nart Jól Þrettán dagar jóla Jól Rafræn jólakort Jólin Notað við hvert tækifæri Jól Íslensku dívurnar - Jólatónleikar í Grafarvogskirkju Jól
Guðrún Hilmisdóttir föndrar alltaf eitthvað fallegt fyrir hver jól. Nú bjó hún til sniðugan aðventukrans í blikkfötu, seríuhjarta og bráðskemmtilegar jólakortaklemmur sem einfalt er að föndra með börnum. Ég hlakka alltaf rosalega mikið til jólanna og föndra yfirleitt eitthvað," segir Guðrún Hilmisdóttir, grafískur hönnuður hjá hönnunar- og auglýsingastofunni Bleki á Akureyri. „Aðventukransinn reyni ég að gera á nýjan hátt fyrir hver jól og ég bý líka til jólakortin. Það hefur alltaf verið skreytt töluvert í mínum foreldrahúsum og ég elskaði allt jólaskrautið! Ég ólst ekki upp við mikinn glimmer eða glans, frekar bast, greni og köngla. Mig dreymdi um meiri glans og glimmer í þá daga en í dag kann ég betur að meta bastið og könglana," segir Guðrún hlæjandi. „Heima er skreytt á Þorláksmessukvöld og ég man eftir að hafa setið með mömmu og ömmu fram á nótt að búa til kertaskreytingar. Við systurnar skreyttum tréð einnig á Þorláksmessukvöld með mömmu eftir að pabbi hafði fest ljósin á. Ég held jólin enn heima hjá mömmu og pabba, en í dag er ég alfarið farin að sjá um tréð og enginn þorir að skipta sér af því lengur!" - ratAðventukrans í fötuBlikkfataBlómapottur sem kemst á hvolf ofan í fötunaKattasandur, hvíturPappaspjald – t.d. af pitsukassa4 „rörstykki" sem ég fékk í lagnadeild HúsasmiðjunnarKönglarHnetur, blandaðar og enn í skelinniLitlar greinarEfni í smá slaufuBlómavír eða föndurvírGott lím, t.d. „double-sided foam tape"Hvít málningDúkahnífur Hvolfið blómapotti ofan í blikkfötuna og fyllið upp að botninum með katta-sandi. Klippið til pappaspjald þannig að það passi sem best í fötuna þegar það liggur ofan á pottinum. Festið litlu rörin ofan á pappaspjaldið með límbandinu eða góðu lími þannig að víðara opið snúi upp. Fyllið aftur í kring með sandinum þannig að rörin standi vel upp úr og það sé enn gott pláss fyrir hnetur og köngla efst. Stingið grein niður með hliðinni, best að smeygja henni meðfram pappaspjaldinu svo að hún haldist föst. Setjið köngla, lifandi greni eða anísstjörnu ofan á til skrauts.SeríuhjartaGalvaníseraður vírVírtöng – ath. þarf að vera með klippu35 ljósa sería í lykkjuFöndurvírKönglarHvít málningStíft blúnduefni eða breiður borðiSkæri Klippið u.þ.b. tveggja metra langan vírbút og brjótið saman í tvennt um miðju, bindið saman á 2-3 stöðum með föndurvír svo að þeir haldist saman. Mótið hjarta og bindið aftur saman með föndurvír. Finnið miðjuna á seríunni og bindið hana neðst á hjartað með föndurvír. Ljósin í sitthvorum endanum á seríunni eru svo fest sitthvorum megin efst á hjartanu. Vefjið seríuna utan um vírinn og festið með föndurvír á örfáum stöðum. Festið köngla með föndurvír. Klippið nokkuð stíft blúnduefni eða borða niður í ferninga, u.þ.b. 10x10cm. Rykkið ferningana saman um miðjuna og bindið með föndurvír svo úr verður slaufa. Festið slaufurnar hér og þar á hjartað.JólakortasnúraBakarabandTréklemmurHvítur pappírRauður pappírLímbyssa eða gott föndurlím Málið klemmurnar hvítar. Klippið út lítil hjörtu og vængi úr nokkuð þykkum pappír. Límið pappírshjörtun og vængina á klemmurnar. Búið til snúru úr tvöföldu bakarabandi og hengið á vegg. Festið svo jólakortin á snúruna með klemmunum!
Föndur Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Jól Góð bók og nart Jól Þrettán dagar jóla Jól Rafræn jólakort Jólin Notað við hvert tækifæri Jól Íslensku dívurnar - Jólatónleikar í Grafarvogskirkju Jól