Tásurnar á Michelle Obama Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Glaðvær jólatónlist hljómar í bakgrunninum. Um sjónvarpsskjáinn þeytist móðir í jólahreingerningum með kúst í hendi og örvæntingu í augum. Það bætist í skæran bjölluhljóminn þegar mamman brýst í gegnum hríðarbyl út í búð. Snjóbarin snýr hún heim til að pakka inn jólagjöfunum og elda jólamatinn. Þýður englakór leysir bjöllurnar af hólmi. Jólin renna upp. Til borðs situr restin af fjölskyldunni. Pabbinn hámar í sig kræsingarnar og börnin rífa upp gjafirnar. Mamman strýkur sér um ennið og lætur sig falla niður á eldhúskoll. Það vill svo furðulega til að jólaauglýsingar nokkurra helstu matvöruverslana Bretlands sem heyja nú harðan slag um jólaverslunina eru nákvæmlega svona. Í fyrstu komu mér aðeins til hugar tvær hugsanlegar skýringar á því hvers vegna bresk fyrirtæki dansa vals steríótýpískrar kvenfyrirlitningar svona fullkomlega í takt: a) breskar auglýsingastofur hafa fundið upp tímavélina og úthýsa hugmyndavinnunni til ársins 1970 í sparnaðarskyni, b) auglýsingastofurnar eru uppfullar af fornfálegum karlfauskum. Það var ekki fyrr en eftir dálitla umhugsun að mér kom þriðja og óhugnanlegasta skýringin í hug.Kvenfyrirlitning eins og farsótt Undanfarnar vikur höfum við femínistar haft úr nógu að velja þegar kemur að dóti til að láta fara í taugarnar á okkur. Það var stráklingurinn á Akureyri sem hóf hljóðnemann og kvenfyrirlitninguna á loft á knattspyrnuleik kvenna á íþróttadegi menntaskólans þar í bæ. Svo voru það karlremburnar í Menntaskólanum við Sund sem útbjuggu klúrt myndband til að auglýsa skemmtiviku nemendafélagsins. Loks var það bókaútgefandinn sem gaf út bleiku og bláu barnabækurnar þar sem stelpum er kennt að ryksuga en strákum sagt að setja stefnuna upp í geim. Það er freistandi að tækla úreltar – en því miður útbreiddar –kynjahugmyndir sem þessar með því að skrúfa einfaldlega niður í hljóðnemanum eða – eins og sumir kölluðu eftir að yrði gert – láta innkalla bækurnar. Slík hvatvísi er hins vegar vitagagnslaus. Kvenfyrirlitning er nefnilega eins og farsótt. Annars vegar höfum við sjúkdóminn sjálfan, hins vegar sjúkdómseinkennin. Meira að segja menn á miðöldum vissu að maður læknar ekki svartadauða með því að skera burt húðkýlin.„Mömmuleg" föt Ég var stödd í Bandaríkjunum nýverið. Þar sá ég viðtal við sjónvarpskonu sem hafði tekið viðtal við Michelle Obama. Með stjörnur í augunum lýsti fjölmiðlakonan því hvernig forsetafrúin hefði sest í sófann fyrir framan myndavélina, klætt sig úr skónum, smokrað tásunum undir sig og sagt að hún vildi að þema viðtalsins væri spjall tveggja mæðra. Michelle hafði auk þess lagt til að hún og fréttakonan klæddu sig upp í „mömmuleg" föt fyrir viðtalið. Mig langaði til að rífa úr mér auga til að hafa eitthvað til að kasta í sjónvarpsskjáinn. Gátu konurnar sett sig í klisjukenndari stellingar? Berar tásurnar á frú Obama eru holdgervingur þess sem stendur jafnrétti á Vesturlöndum fyrir þrifum. Þrátt fyrir að í orði séu flestir sammála um að konur séu jafn vel til þess fallnar og karlar að afla tekna, stýra fyrirtækjum og heilu löndunum er raunin oft önnur á borði. Ímynd kvenna hvílir enn á stoðum fornra hugmynda um hlutverk hins umburðarlynda uppalanda sem býr afkvæmum og eiginmanni öruggt skjól; um hina náttúrulegu móður sem tiplar um á kasmírullar-gólfteppinu, berfætt og tignarleg, án þess að vel snyrtar tærnar ýfi svo mikið sem þráð á yfirborðinu. Þessi ímynd fylgir konum hvert sem þær fara og er þeim fjötur um fót jafnvel þótt þær fari ekki úr skónum. Oddný G. Harðardóttir, fyrrum fjármálaráðherra, lenti í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um helgina. Hvaða knýjandi spurningar ákvað fréttamaður RÚV að spyrja hana í kjölfarið? Jú, það sem fréttamaður vildi helst vita var hvort Oddný þakkaði sigurinn því að hún er kona.Graftarkýli samfélagsins Strákpjakkurinn á Akureyri er aðeins sjúkdómseinkenni. Hann er graftarkýli. Sjúkdómurinn sjálfur er alvarlegri en einstaka kýli. Hann er sýking sem flýtur um samfélagið eins og baktería um líkamann. Hann er hið aldagamla viðhorf að konur séu ekki líklegar til stórvirkja annars staðar en kannski í eldhúsinu og svefnherberginu. Ofan á það bætist að stígi kona út fyrir þessi tvö herbergi eins og Oddný G. Harðardóttir gerði er gefið í skyn að árangurinn stafi eingöngu af aumingjagæsku; að hún sé í raun ekki hæf heldur hafi hún flotið á toppinn sem eitthvert verðleikasúkkulaði í keppninni um stóru stöðurnar. Ástæðan fyrir því að jólaauglýsingar verslana sýna örþreyttar konur glíma hjálparlaust við jólasteikina er ekki sú að auglýsingastofur eru uppfullar af karlpungum sem langar til að hlekkja konur við eldavélina. Auglýsingarnar endurspegla einfaldlega viðhorf samfélagsins – viðhorf karla og kvenna. Verslunareigendur beina auglýsingum sínum til uppgefinna húsmæðra því raunin er sú að í flestum tilfellum sjá þær um jólasteikina, jólainnpökkunina og uppvaskið. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að graftarkýli samfélagsins spretti upp, hvort sem um er að ræða seinþroska menntskælinga eða andlausar jólaauglýsingar, er að skera upp herör gegn hinni hefðbundnu hlutverkaskiptingu kynjanna. Konur: Við getum byrjað á því að finnast við ekki þurfa að vera konan í auglýsingunni sem gerir allt. Karlar: Þið getið lært að hafa til jólasteikina en uppskriftina má finna á internetinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Glaðvær jólatónlist hljómar í bakgrunninum. Um sjónvarpsskjáinn þeytist móðir í jólahreingerningum með kúst í hendi og örvæntingu í augum. Það bætist í skæran bjölluhljóminn þegar mamman brýst í gegnum hríðarbyl út í búð. Snjóbarin snýr hún heim til að pakka inn jólagjöfunum og elda jólamatinn. Þýður englakór leysir bjöllurnar af hólmi. Jólin renna upp. Til borðs situr restin af fjölskyldunni. Pabbinn hámar í sig kræsingarnar og börnin rífa upp gjafirnar. Mamman strýkur sér um ennið og lætur sig falla niður á eldhúskoll. Það vill svo furðulega til að jólaauglýsingar nokkurra helstu matvöruverslana Bretlands sem heyja nú harðan slag um jólaverslunina eru nákvæmlega svona. Í fyrstu komu mér aðeins til hugar tvær hugsanlegar skýringar á því hvers vegna bresk fyrirtæki dansa vals steríótýpískrar kvenfyrirlitningar svona fullkomlega í takt: a) breskar auglýsingastofur hafa fundið upp tímavélina og úthýsa hugmyndavinnunni til ársins 1970 í sparnaðarskyni, b) auglýsingastofurnar eru uppfullar af fornfálegum karlfauskum. Það var ekki fyrr en eftir dálitla umhugsun að mér kom þriðja og óhugnanlegasta skýringin í hug.Kvenfyrirlitning eins og farsótt Undanfarnar vikur höfum við femínistar haft úr nógu að velja þegar kemur að dóti til að láta fara í taugarnar á okkur. Það var stráklingurinn á Akureyri sem hóf hljóðnemann og kvenfyrirlitninguna á loft á knattspyrnuleik kvenna á íþróttadegi menntaskólans þar í bæ. Svo voru það karlremburnar í Menntaskólanum við Sund sem útbjuggu klúrt myndband til að auglýsa skemmtiviku nemendafélagsins. Loks var það bókaútgefandinn sem gaf út bleiku og bláu barnabækurnar þar sem stelpum er kennt að ryksuga en strákum sagt að setja stefnuna upp í geim. Það er freistandi að tækla úreltar – en því miður útbreiddar –kynjahugmyndir sem þessar með því að skrúfa einfaldlega niður í hljóðnemanum eða – eins og sumir kölluðu eftir að yrði gert – láta innkalla bækurnar. Slík hvatvísi er hins vegar vitagagnslaus. Kvenfyrirlitning er nefnilega eins og farsótt. Annars vegar höfum við sjúkdóminn sjálfan, hins vegar sjúkdómseinkennin. Meira að segja menn á miðöldum vissu að maður læknar ekki svartadauða með því að skera burt húðkýlin.„Mömmuleg" föt Ég var stödd í Bandaríkjunum nýverið. Þar sá ég viðtal við sjónvarpskonu sem hafði tekið viðtal við Michelle Obama. Með stjörnur í augunum lýsti fjölmiðlakonan því hvernig forsetafrúin hefði sest í sófann fyrir framan myndavélina, klætt sig úr skónum, smokrað tásunum undir sig og sagt að hún vildi að þema viðtalsins væri spjall tveggja mæðra. Michelle hafði auk þess lagt til að hún og fréttakonan klæddu sig upp í „mömmuleg" föt fyrir viðtalið. Mig langaði til að rífa úr mér auga til að hafa eitthvað til að kasta í sjónvarpsskjáinn. Gátu konurnar sett sig í klisjukenndari stellingar? Berar tásurnar á frú Obama eru holdgervingur þess sem stendur jafnrétti á Vesturlöndum fyrir þrifum. Þrátt fyrir að í orði séu flestir sammála um að konur séu jafn vel til þess fallnar og karlar að afla tekna, stýra fyrirtækjum og heilu löndunum er raunin oft önnur á borði. Ímynd kvenna hvílir enn á stoðum fornra hugmynda um hlutverk hins umburðarlynda uppalanda sem býr afkvæmum og eiginmanni öruggt skjól; um hina náttúrulegu móður sem tiplar um á kasmírullar-gólfteppinu, berfætt og tignarleg, án þess að vel snyrtar tærnar ýfi svo mikið sem þráð á yfirborðinu. Þessi ímynd fylgir konum hvert sem þær fara og er þeim fjötur um fót jafnvel þótt þær fari ekki úr skónum. Oddný G. Harðardóttir, fyrrum fjármálaráðherra, lenti í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um helgina. Hvaða knýjandi spurningar ákvað fréttamaður RÚV að spyrja hana í kjölfarið? Jú, það sem fréttamaður vildi helst vita var hvort Oddný þakkaði sigurinn því að hún er kona.Graftarkýli samfélagsins Strákpjakkurinn á Akureyri er aðeins sjúkdómseinkenni. Hann er graftarkýli. Sjúkdómurinn sjálfur er alvarlegri en einstaka kýli. Hann er sýking sem flýtur um samfélagið eins og baktería um líkamann. Hann er hið aldagamla viðhorf að konur séu ekki líklegar til stórvirkja annars staðar en kannski í eldhúsinu og svefnherberginu. Ofan á það bætist að stígi kona út fyrir þessi tvö herbergi eins og Oddný G. Harðardóttir gerði er gefið í skyn að árangurinn stafi eingöngu af aumingjagæsku; að hún sé í raun ekki hæf heldur hafi hún flotið á toppinn sem eitthvert verðleikasúkkulaði í keppninni um stóru stöðurnar. Ástæðan fyrir því að jólaauglýsingar verslana sýna örþreyttar konur glíma hjálparlaust við jólasteikina er ekki sú að auglýsingastofur eru uppfullar af karlpungum sem langar til að hlekkja konur við eldavélina. Auglýsingarnar endurspegla einfaldlega viðhorf samfélagsins – viðhorf karla og kvenna. Verslunareigendur beina auglýsingum sínum til uppgefinna húsmæðra því raunin er sú að í flestum tilfellum sjá þær um jólasteikina, jólainnpökkunina og uppvaskið. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að graftarkýli samfélagsins spretti upp, hvort sem um er að ræða seinþroska menntskælinga eða andlausar jólaauglýsingar, er að skera upp herör gegn hinni hefðbundnu hlutverkaskiptingu kynjanna. Konur: Við getum byrjað á því að finnast við ekki þurfa að vera konan í auglýsingunni sem gerir allt. Karlar: Þið getið lært að hafa til jólasteikina en uppskriftina má finna á internetinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun