Dómararnir þrír, sem í vikunni staðfestu tveggja ára fangelsisdóm yfir tveimur af þremur konum í pönksveitinni Pussy Riot, gripu til þess óvenjulega ráðs í gær að verja gerðir sínar opinberlega. Dómi þriðju konunnar var breytt í skilorðsbundið fangelsi.
Dómararnir fullyrða að ákvörðun þeirra hafi ekki verið tekin vegna þrýstings að ofan, heldur hafi þeir aðeins skoðað efnisatriði málsins. „Það hefur aldrei verið neinn þrýstingur á okkur í þessu máli,“ sagði Larisa Poljakova, einn dómaranna þriggja.