Ein látin laus en tvær sendar í fangabúðir Guðsteinn skrifar 11. október 2012 00:01 Jekaterína Samúsevitsj, María Aljokína og Nadesjda Tolokonnikova í glerbúrinu, sem sakborningar eru hafðir í.nordicphotos/AFP Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst í gær að þeirri niðurstöðu að Jekaterína Samúsevitsj, ein þriggja kvenna úr pönksveitinni Pussy Riot, hefði ekki tekið jafn virkan þátt í mótmælum hljómsveitarinnar í febrúar síðastliðnum. Þess vegna var dómi hennar breytt úr tveggja ára fangelsi í skilorðsbundinn dóm, og var hún samstundis látin laus. Félagar hennar, þær Nadesjda Tolokonnikova og María Aljokína, verða hins vegar sendar í vinnubúðir til að ljúka afplánun dómsins. Samúsevitsja gekk upp að altari kirkjunnar ásamt félögum sínum, en öryggisvörður fjarlægði hana eftir að hún hafði aðeins verið þar í um það bil fimmtán sekúndur. Þar af leiðandi tókst henni ekki að vera við hliðina á hinum konunum þessa einu mínútu sem þær hoppuðu og hrópuðu slagorð gegn Vladimír Pútín forseta. Þær tjáðu sig í réttarsalnum í gær og sögðu mótmælin eingöngu hafa verið af pólitískum toga, ekki trúarlegum. Jafnframt báðust þær afsökunar á því að hafa hugsanlega sært trúartilfinningar einhverra. „Í þessum og fyrri mótmælum okkar beindum við okkur gegn stjórn núverandi forseta landsins,“ sagði Samúsevitsj, „og gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni sem ríkisstofnun, gegn pólitískum ummælum rússneska patríarkans.“ Dómarinn greip ítrekað fram í fyrir þeim en þær héldu ótrauðar áfram: „Við munum ekki þagna. Og jafnvel þótt við förum til Mordóvíu eða Síberíu munum við ekki þagna,“ sagði Aljokína, en vinnubúðir fanga eru flestar í Mordóvíu eða Síberíu. Lögmenn þeirra voru allir ósáttir við niðurstöðu áfrýjunarréttarins og íhuguðu að skjóta málinu til hæstaréttar. Mannréttindasamtökin Amnesty International fögnuðu því að dómur yfir einni þeirra hafi verið styttur en fordæmdu engu að síður niðurstöðuna: „Eins og þessi niðurstaða sýnir er rússneska réttarkerfið ekki líklegt til að bjóða mikla vernd til handa þeim sem komast í kast við það.“ Vladimír Pútín forseti sagði hins vegar nýverið að dómur þeirra væri réttlátur: „Það er ekki hægt að leyfa fólki að grafa undan siðferðilegum grundvelli okkar, siðferðisgildunum, að reyna að eyðileggja landið.“ Andóf Pussy Riot Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst í gær að þeirri niðurstöðu að Jekaterína Samúsevitsj, ein þriggja kvenna úr pönksveitinni Pussy Riot, hefði ekki tekið jafn virkan þátt í mótmælum hljómsveitarinnar í febrúar síðastliðnum. Þess vegna var dómi hennar breytt úr tveggja ára fangelsi í skilorðsbundinn dóm, og var hún samstundis látin laus. Félagar hennar, þær Nadesjda Tolokonnikova og María Aljokína, verða hins vegar sendar í vinnubúðir til að ljúka afplánun dómsins. Samúsevitsja gekk upp að altari kirkjunnar ásamt félögum sínum, en öryggisvörður fjarlægði hana eftir að hún hafði aðeins verið þar í um það bil fimmtán sekúndur. Þar af leiðandi tókst henni ekki að vera við hliðina á hinum konunum þessa einu mínútu sem þær hoppuðu og hrópuðu slagorð gegn Vladimír Pútín forseta. Þær tjáðu sig í réttarsalnum í gær og sögðu mótmælin eingöngu hafa verið af pólitískum toga, ekki trúarlegum. Jafnframt báðust þær afsökunar á því að hafa hugsanlega sært trúartilfinningar einhverra. „Í þessum og fyrri mótmælum okkar beindum við okkur gegn stjórn núverandi forseta landsins,“ sagði Samúsevitsj, „og gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni sem ríkisstofnun, gegn pólitískum ummælum rússneska patríarkans.“ Dómarinn greip ítrekað fram í fyrir þeim en þær héldu ótrauðar áfram: „Við munum ekki þagna. Og jafnvel þótt við förum til Mordóvíu eða Síberíu munum við ekki þagna,“ sagði Aljokína, en vinnubúðir fanga eru flestar í Mordóvíu eða Síberíu. Lögmenn þeirra voru allir ósáttir við niðurstöðu áfrýjunarréttarins og íhuguðu að skjóta málinu til hæstaréttar. Mannréttindasamtökin Amnesty International fögnuðu því að dómur yfir einni þeirra hafi verið styttur en fordæmdu engu að síður niðurstöðuna: „Eins og þessi niðurstaða sýnir er rússneska réttarkerfið ekki líklegt til að bjóða mikla vernd til handa þeim sem komast í kast við það.“ Vladimír Pútín forseti sagði hins vegar nýverið að dómur þeirra væri réttlátur: „Það er ekki hægt að leyfa fólki að grafa undan siðferðilegum grundvelli okkar, siðferðisgildunum, að reyna að eyðileggja landið.“
Andóf Pussy Riot Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira