Óskalag show-manna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. október 2012 06:00 Eitt laugardagskvöld fyrir um það bil ári síðan sat ég ölkátur á barnum Azahara í bænum Priego de Kordóva þegar fagur söngur barst inn um dyrnar frá götunni við glimrandi gítarundirspil, tamborínuslátt, flautuleik og bjölluklingur. Ég stökk út til að bera tónlistarfólkið augum og hlýða á þetta fagra lag sem hljómaði eins rússneskt þjóðlag en textinn var spænskur og kristilegur. Að hljómflutningi loknum kom flautuleikarinn að mér með krukku í hendi og lagði ég auðfús evru í hana en lofsorð í eyru. Hélt ég síðan fjörinu áfram á næsta bar. Eftir dágóða stund heyri ég tónlistarflutninginn aftur og þóttist heppinn að heyra þetta fagra lag á nýjan leik. Síðan þá hafa liðið nógu mörg laugardagskvöld á barnum til þess að ég hafi áttað mig á því að það er ekkert annað lag á dagskrá þessarar sveitar. Um þar síðustu helgi var ég að leysa vandamál heimsins á Azahara þegar þetta rugl glymur í eyrum einn ganginn enn. Mér svelgdist á drykknum af ófögnuði og fór að bölva þessu ómenningarlega hátterni hæfra tónlistarmanna að láta eins og enginn annar söngur hafi verið saminn í mannkynssögunni. En þá fór ég að velta því fyrir mér af hverju þetta síendurtekna lag fór svona í taugarnar á mér. Komst ég þá að því að þetta minnti mig á þá stóru meinsemd sem hrjáir menn sem fylgjast með fjölmiðlum. Það er sama hvort er hér á Spáni eða á Íslandi, alls staðar er linsunni beint að sama fólkinu sem hefur síðan upp sinn síendurtekna söng. Það getur verið taugastrekkjandi að heyra stjórnmálamenn, talsmenn hagsmunasamtaka eða sjálfskipaða talsmenn einhvers málefnis deila þessu langlundargeði með fjölmiðlafólki og hefja upp klingrið í sömu bjöllunum dag eftir dag. Fyrst hélt ég að þetta væri séríslenskt fyrirbæri í smæðinni heima en hef nú skipt um skoðun í mergðinni hér á Spáni. Hér syðra er það reyndar svo að fyrrverandi eiginkonur nautabana hafa skipað sér á þennan síbyljubás. Þær eru reyndar ekki beðnar um lausnir í efnahagslægðinni en vart má sá dagur líða að við heyrum ekki af samneyti þeirra með elskhugum, nú eða nýjum eiginmönnum. Þær segjast alltaf vera ægilega happí. Ég lét þetta rússalag yfir mig ganga í þar síðustu viku meðan ég hugsaði um fréttir dagsins. Svo fór ég að velta því fyrir mér hvort Herbert væri enn þá að syngja Can"t walk away. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun
Eitt laugardagskvöld fyrir um það bil ári síðan sat ég ölkátur á barnum Azahara í bænum Priego de Kordóva þegar fagur söngur barst inn um dyrnar frá götunni við glimrandi gítarundirspil, tamborínuslátt, flautuleik og bjölluklingur. Ég stökk út til að bera tónlistarfólkið augum og hlýða á þetta fagra lag sem hljómaði eins rússneskt þjóðlag en textinn var spænskur og kristilegur. Að hljómflutningi loknum kom flautuleikarinn að mér með krukku í hendi og lagði ég auðfús evru í hana en lofsorð í eyru. Hélt ég síðan fjörinu áfram á næsta bar. Eftir dágóða stund heyri ég tónlistarflutninginn aftur og þóttist heppinn að heyra þetta fagra lag á nýjan leik. Síðan þá hafa liðið nógu mörg laugardagskvöld á barnum til þess að ég hafi áttað mig á því að það er ekkert annað lag á dagskrá þessarar sveitar. Um þar síðustu helgi var ég að leysa vandamál heimsins á Azahara þegar þetta rugl glymur í eyrum einn ganginn enn. Mér svelgdist á drykknum af ófögnuði og fór að bölva þessu ómenningarlega hátterni hæfra tónlistarmanna að láta eins og enginn annar söngur hafi verið saminn í mannkynssögunni. En þá fór ég að velta því fyrir mér af hverju þetta síendurtekna lag fór svona í taugarnar á mér. Komst ég þá að því að þetta minnti mig á þá stóru meinsemd sem hrjáir menn sem fylgjast með fjölmiðlum. Það er sama hvort er hér á Spáni eða á Íslandi, alls staðar er linsunni beint að sama fólkinu sem hefur síðan upp sinn síendurtekna söng. Það getur verið taugastrekkjandi að heyra stjórnmálamenn, talsmenn hagsmunasamtaka eða sjálfskipaða talsmenn einhvers málefnis deila þessu langlundargeði með fjölmiðlafólki og hefja upp klingrið í sömu bjöllunum dag eftir dag. Fyrst hélt ég að þetta væri séríslenskt fyrirbæri í smæðinni heima en hef nú skipt um skoðun í mergðinni hér á Spáni. Hér syðra er það reyndar svo að fyrrverandi eiginkonur nautabana hafa skipað sér á þennan síbyljubás. Þær eru reyndar ekki beðnar um lausnir í efnahagslægðinni en vart má sá dagur líða að við heyrum ekki af samneyti þeirra með elskhugum, nú eða nýjum eiginmönnum. Þær segjast alltaf vera ægilega happí. Ég lét þetta rússalag yfir mig ganga í þar síðustu viku meðan ég hugsaði um fréttir dagsins. Svo fór ég að velta því fyrir mér hvort Herbert væri enn þá að syngja Can"t walk away.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun