Smálánasmán Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. ágúst 2012 06:00 Í smálánamálinu takast á tvö þjóðfélagsleg sjónarmið – markaðshyggjan og samfélagsvitundin; hin kalda eiginhagsmunahyggja og kærleiksskyldan. Öðrum megin standa þau sem telja að ámælisvert sé að hvetja fólk til fjárhagslegra skuldbindinga án þess að hirða um þroska og dómgreind eða aðrar forsendur sem kunna að vera nauðsynlegar til að efna til slíkra skuldbindinga; peningar séu ekki eins og hver önnur vara sem geti gengið kaupum og sölum heldur þurfi sérstakrar aðgæslu við þegar þeir eru „seldir", heill og hamingja einstaklinga og fjölskyldna sé þar hugsanlega í húfi og brýnt að hjálpa fólki að kunna fótum sínum forráð. Fram á síðasta áratug síðustu aldar hefði slíkt sjónarmið þótt sjálfsagt og naumast til umræðu: lán voru sérstök og takmörkuð gæði og undir bankastjórum komið að meta það hvort vert væri að veita fólki slíka fyrirgreiðslu; þar komu vissulega ýmis sjónarmið við sögu, misjafnlega málefnaleg enda allir bankastjórar tengdir stjórnmálaflokkunum – frændgarður og félagsnet og þar fram eftir götunum – en siðferðileg sjónarmið höfðu líka sitt að segja og mat á því til hvers peningarnir væru ætlaðir.Engin nauðung? Í Stóru Bólu var anað rakleitt út í hinar öfgarnar. Peningarnir flæddu. Þarftu ekki meira? Er þetta virkilega nóg? Það er nóg til frammi. Hugsaðu hátt og ekki vera eins og einhver hræddur Bauni. Þú borgar bara með nýju láni… Viðhorf hins varfæra bankamanns sem leit á hlutverk sitt sem samfélagslega þjónustu varð undir og sölumenn peninga og sýndarfjár tóku öll völd. Þetta breyttist á ný með Hruninu – í orði kveðnu að minnsta kosti – en nú sjáum við sjónarmið hinna vígreifu peningasölumanna brjótast aftur fram úr skammarkróknum af alefli með starfsemi smálánafyrirtækjanna sem bjóða skammtímalán á ofur-vöxtum og með agressífri markaðssetningu sem virðist beinast að börnum eða þá að minnsta kosti fremur barnalegu fólki. Enginn er neyddur til að taka þessi lán, segja smálánasnáðarnir. Þeir hugsa: Sérhver á að vera frjáls til þess að taka þau lán sem henni/honum sýnist og verður þá líka að kunna fótum sínum forráð, bera ábyrgð á eigin hegðun – hugsa dæmið til enda. Þeir hugsa: Við erum öll á Markaði, lífið er Markaður – hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið, við göngum á hans vegum, og einungis markaðssjónarmið geta átt við á markaði, þar þýðir ekki að hugsa um heill og hamingju fólks auk þess sem Markaðurinn leiðir alltaf til réttrar niðurstöðu að lokum; viðskipti eru grunnþörf mannsins; við leitumst alltaf við að kaupa sem ódýrast og selja sem dýrast. Homo homini lupus est. Þeir hugsa: Það sem þér viljið ekki að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þeir hugsa: Hlutverk mannsins hér á þessari jörð er ekki að gæta náunga síns heldur að gæta sín á náunga sínum. Talsmaður fyrirtækjanna bar ekki beinlínis blak af starfseminni þegar hann kom fram í sjónvarpinu til að tala máli þeirra. Hann neitaði því ekki að vextirnir væru yfirgengilegir – það var meira eins og honum þætti það ekki vera málið („þar sem er eftirspurn…") Hann játti því eiginlega að óskynsamlegt væri að taka þessi lán, með því orðalagi sem lögmenn nota þegar þeir neyðast til að viðurkenna eitthvað („það má auðvitað deila um það hvort…") en lagði áherslu á það í máli sínu að enginn væri neyddur til að taka þessu lán og lét þannig á sér skilja að hér væri einungis um að ræða frjáls viðskipti frjálsra einstaklinga í frjálsu samfélagi þar sem okkur er leyfilegt að haga okkur óskynsamlega, að minnsta kosti innan vissra takmarkana. Gott og vel. En manni er óneitanlega spurn: hver með réttu ráði tekur lán á 600 prósent vöxtum nema neyddur til þess?Hundur Hundsson og félagar Markaðssetning þessara lána er svo sérkapítuli. Auglýsingarnar sýna iðulega talandi smáhunda sem ræða barnalega saman um þessi lán eins og persónur í barnaefni, talsettar á þennan svolítið hvimleiða ýkta hátt sem við heyrum stundum hjá fullorðnu fólki þegar það leikur fyrir börn. Þetta eru okurkrútt. Þangað til þeir fara að tala um „tíkurnar" með því blikk-blikki sem slíku tali fylgir. Nú eru þau skilyrði sett fyrir lánunum að lánþegi sé orðinn fjárráða svo að hér er væntanlega ekki verið að hvetja fimm ára börn til að taka upp símann og panta tíu þúsund kall eins og hverja aðra pitsu – en hins vegar er augljóslega verið að höfða til barnsins í átján ára fólki, sem enn er svolítið eftir af þó að það viti kannski ekki af því sjálft; og lýsir sér stundum í mismikilli tihneigingu til hvatvísi, ótímabærs trúnaðartrausts, skammsýni og hömluleysis. Þessir eiginleikar táninga eru auðvitað meðal þess sem gerir þá svo dásamlega en þeir geta samt reynst hættulegir þegar krakkarnir standa frammi fyrir ýmsum freistingum, sem geta kostað sitt – og kosta alveg áreiðanlega sitt þegar Hundur Hundsson og félagar koma að rukka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Í smálánamálinu takast á tvö þjóðfélagsleg sjónarmið – markaðshyggjan og samfélagsvitundin; hin kalda eiginhagsmunahyggja og kærleiksskyldan. Öðrum megin standa þau sem telja að ámælisvert sé að hvetja fólk til fjárhagslegra skuldbindinga án þess að hirða um þroska og dómgreind eða aðrar forsendur sem kunna að vera nauðsynlegar til að efna til slíkra skuldbindinga; peningar séu ekki eins og hver önnur vara sem geti gengið kaupum og sölum heldur þurfi sérstakrar aðgæslu við þegar þeir eru „seldir", heill og hamingja einstaklinga og fjölskyldna sé þar hugsanlega í húfi og brýnt að hjálpa fólki að kunna fótum sínum forráð. Fram á síðasta áratug síðustu aldar hefði slíkt sjónarmið þótt sjálfsagt og naumast til umræðu: lán voru sérstök og takmörkuð gæði og undir bankastjórum komið að meta það hvort vert væri að veita fólki slíka fyrirgreiðslu; þar komu vissulega ýmis sjónarmið við sögu, misjafnlega málefnaleg enda allir bankastjórar tengdir stjórnmálaflokkunum – frændgarður og félagsnet og þar fram eftir götunum – en siðferðileg sjónarmið höfðu líka sitt að segja og mat á því til hvers peningarnir væru ætlaðir.Engin nauðung? Í Stóru Bólu var anað rakleitt út í hinar öfgarnar. Peningarnir flæddu. Þarftu ekki meira? Er þetta virkilega nóg? Það er nóg til frammi. Hugsaðu hátt og ekki vera eins og einhver hræddur Bauni. Þú borgar bara með nýju láni… Viðhorf hins varfæra bankamanns sem leit á hlutverk sitt sem samfélagslega þjónustu varð undir og sölumenn peninga og sýndarfjár tóku öll völd. Þetta breyttist á ný með Hruninu – í orði kveðnu að minnsta kosti – en nú sjáum við sjónarmið hinna vígreifu peningasölumanna brjótast aftur fram úr skammarkróknum af alefli með starfsemi smálánafyrirtækjanna sem bjóða skammtímalán á ofur-vöxtum og með agressífri markaðssetningu sem virðist beinast að börnum eða þá að minnsta kosti fremur barnalegu fólki. Enginn er neyddur til að taka þessi lán, segja smálánasnáðarnir. Þeir hugsa: Sérhver á að vera frjáls til þess að taka þau lán sem henni/honum sýnist og verður þá líka að kunna fótum sínum forráð, bera ábyrgð á eigin hegðun – hugsa dæmið til enda. Þeir hugsa: Við erum öll á Markaði, lífið er Markaður – hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið, við göngum á hans vegum, og einungis markaðssjónarmið geta átt við á markaði, þar þýðir ekki að hugsa um heill og hamingju fólks auk þess sem Markaðurinn leiðir alltaf til réttrar niðurstöðu að lokum; viðskipti eru grunnþörf mannsins; við leitumst alltaf við að kaupa sem ódýrast og selja sem dýrast. Homo homini lupus est. Þeir hugsa: Það sem þér viljið ekki að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þeir hugsa: Hlutverk mannsins hér á þessari jörð er ekki að gæta náunga síns heldur að gæta sín á náunga sínum. Talsmaður fyrirtækjanna bar ekki beinlínis blak af starfseminni þegar hann kom fram í sjónvarpinu til að tala máli þeirra. Hann neitaði því ekki að vextirnir væru yfirgengilegir – það var meira eins og honum þætti það ekki vera málið („þar sem er eftirspurn…") Hann játti því eiginlega að óskynsamlegt væri að taka þessi lán, með því orðalagi sem lögmenn nota þegar þeir neyðast til að viðurkenna eitthvað („það má auðvitað deila um það hvort…") en lagði áherslu á það í máli sínu að enginn væri neyddur til að taka þessu lán og lét þannig á sér skilja að hér væri einungis um að ræða frjáls viðskipti frjálsra einstaklinga í frjálsu samfélagi þar sem okkur er leyfilegt að haga okkur óskynsamlega, að minnsta kosti innan vissra takmarkana. Gott og vel. En manni er óneitanlega spurn: hver með réttu ráði tekur lán á 600 prósent vöxtum nema neyddur til þess?Hundur Hundsson og félagar Markaðssetning þessara lána er svo sérkapítuli. Auglýsingarnar sýna iðulega talandi smáhunda sem ræða barnalega saman um þessi lán eins og persónur í barnaefni, talsettar á þennan svolítið hvimleiða ýkta hátt sem við heyrum stundum hjá fullorðnu fólki þegar það leikur fyrir börn. Þetta eru okurkrútt. Þangað til þeir fara að tala um „tíkurnar" með því blikk-blikki sem slíku tali fylgir. Nú eru þau skilyrði sett fyrir lánunum að lánþegi sé orðinn fjárráða svo að hér er væntanlega ekki verið að hvetja fimm ára börn til að taka upp símann og panta tíu þúsund kall eins og hverja aðra pitsu – en hins vegar er augljóslega verið að höfða til barnsins í átján ára fólki, sem enn er svolítið eftir af þó að það viti kannski ekki af því sjálft; og lýsir sér stundum í mismikilli tihneigingu til hvatvísi, ótímabærs trúnaðartrausts, skammsýni og hömluleysis. Þessir eiginleikar táninga eru auðvitað meðal þess sem gerir þá svo dásamlega en þeir geta samt reynst hættulegir þegar krakkarnir standa frammi fyrir ýmsum freistingum, sem geta kostað sitt – og kosta alveg áreiðanlega sitt þegar Hundur Hundsson og félagar koma að rukka.