Ef þið hagið ykkur ekki almennilega Pawel Bartoszek skrifar 24. ágúst 2012 06:00 Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi sagði á blaðamannafundi að það yrði engin menningarnótt 2013 ef fólk lærði ekki að haga sér almennilega. Þetta var haft eftir honum í Reykjavík – Vikublaði síðastliðinn föstudag. Allir sem gengið hafa íslenskan mennta- og uppeldisveg hafa vafalaust fengið sinn skerf af hóprefsingum og hótunum um þær. „Það fær enginn ís ef þið hagið ykkur ekki almennilega! Það verður ekki farið í river-rafting ef 10. bekkur gengur ekki snyrtilega um! Við lokum bókasafninu ef þið setjið ekki Tinnabækurnar á réttan stað!" Þannig mætti lengi telja. Ef svona uppeldisaðferðir virkuðu þá væru engin agavandamál til og íslenskir grunn- og leikskólar væru musteri góðrar hegðunar. En eins og það má segja margt gott um íslensk börn þá verður seint fullyrt að það sé friðsælt þar sem þau koma mörg saman. Hérlendar skólastofur eru ekkert sérlega rólegir staðir til að vera á. Ég veit svo sem ekki hvað veldur, sumt af þessu er jafnvel meira menningarlegt en persónubundið. Ég hef heyrt af tvítyngdum pólskum börnum sem í einni andrá þéra pólskukennarann sinn („Frú Anna, gætuð þér nokkuð verið svo vænar að segja mér hvað klukkan er?") en snúa sér svo að íslenska umsjónarkennaranum og öskra hástöfum: „Magga! Ég þarf að pissa!" Stærsta ráðgátan í þessu öllu saman er í raun það hvernig flest þessi börn verða bara að kurteisasta fólki einhvern tímann fyrir tvítugt. Fólk á fyrstu árum háskóla er sjaldnast með læti í fjármálastærðfræðitíma og ég hef til dæmis ekki orðið var við að stórfelld prófsvindl væru vandamál í íslenskum framhaldsskólum og háskólum, en það er nokkuð sem skólastofnanir í Mið-Evrópu glíma oft við. En já, stundum virðist tíminn ala fólk upp fremur en nokkuð sem fullorðna fólkið gerir. HóprefsingarÞað er auðveldara fyrir kennarann að taka skærin af öllum frekar en að taka þau af einhverju einu barni og þurfa svo að svara fyrir það gagnvart foreldrunum þess. Það er auðveldara að loka nemendaaðstöðunni ef hún er drulluð út frekar en að finna hina ábyrgu. Margt er auðvelt. En það breytir því ekki að það er siðlaust að refsa einhverjum fyrir eitthvað sem einhver annar gerði. Stundum taka hóprefsingar gagnvart ungu fólki á sig ansi þróaða mynd. Tökum eitt dæmi. Það er átján ára aldurstakmark inn á Þjóðarbókhlöðuna. Það var reyndar ekki við lýði þegar Þjóðarbókhlaðan var opnuð en einhverjum þótti vera læti í unglingum svo sett var sautján ára aldurstakmark sem síðan var einhvern tímann hækkað upp í átján. Já, á Íslandi er ungu fólki bannað á fara inn á bókasöfn. Til að leigja bækur. Aldurstakmarkið á Þjóðarbókhlöðuna er líklegast ólöglegt. Ekkert er kveðið á um það í lögum um Landsbókasafn sem Alþingi setur eða í reglugerð um Landsbókasafn sem ráðherra gefur út. Það stendur bara sísvona á heimasíðunni og stundum í anddyri safnsins, sérstaklega í prófatíð þegar háskólastúdentar vilja fá frið fyrir yngra fólki. Einhver hefur bara ákveðið þetta, án sérstakrar heimildar í lögum. Jafnvel ef það stæði í reglugerð um safnið að fólki yngri en átján ára væri óheimill aðgangur þá er mjög hæpið að slíkt stæðist stjórnarskrá. Það er nefnilega bannað að mismuna fólki og mismunun vegna aldurs er líka mismunun. Það getur síðan með engu móti talist „málefnaleg" mismunun að banna ungu fólki að fá lánaða bók á bókasafni vegna þess að einhver hafi verið með læti einhvern tímann. Aldurstakmark á (ef eitthvað er) að setja til að verja ungt fólk fyrir einhverjum hættum. Það á ekki að setja til að verja aðra frá því að þurfa að rekast á ungt fólk. Hvernig vorum við?Tíminn elur mann upp. Ég verð þannig að játa að ég var óvenju stilltur á þessari menningarnótt. Tíu kílómetra hlaupið sat í mér og ég var því kominn heim um fimm (fimm síðdegis). Kannski virkaði þessi hótun Einars því á mig. Nú krossar maður bara fingurna og vonar að aðrir hafi líka verið til friðs. Annars verður menningarnóttin tekin af okkur. Kennarinn sagði það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi sagði á blaðamannafundi að það yrði engin menningarnótt 2013 ef fólk lærði ekki að haga sér almennilega. Þetta var haft eftir honum í Reykjavík – Vikublaði síðastliðinn föstudag. Allir sem gengið hafa íslenskan mennta- og uppeldisveg hafa vafalaust fengið sinn skerf af hóprefsingum og hótunum um þær. „Það fær enginn ís ef þið hagið ykkur ekki almennilega! Það verður ekki farið í river-rafting ef 10. bekkur gengur ekki snyrtilega um! Við lokum bókasafninu ef þið setjið ekki Tinnabækurnar á réttan stað!" Þannig mætti lengi telja. Ef svona uppeldisaðferðir virkuðu þá væru engin agavandamál til og íslenskir grunn- og leikskólar væru musteri góðrar hegðunar. En eins og það má segja margt gott um íslensk börn þá verður seint fullyrt að það sé friðsælt þar sem þau koma mörg saman. Hérlendar skólastofur eru ekkert sérlega rólegir staðir til að vera á. Ég veit svo sem ekki hvað veldur, sumt af þessu er jafnvel meira menningarlegt en persónubundið. Ég hef heyrt af tvítyngdum pólskum börnum sem í einni andrá þéra pólskukennarann sinn („Frú Anna, gætuð þér nokkuð verið svo vænar að segja mér hvað klukkan er?") en snúa sér svo að íslenska umsjónarkennaranum og öskra hástöfum: „Magga! Ég þarf að pissa!" Stærsta ráðgátan í þessu öllu saman er í raun það hvernig flest þessi börn verða bara að kurteisasta fólki einhvern tímann fyrir tvítugt. Fólk á fyrstu árum háskóla er sjaldnast með læti í fjármálastærðfræðitíma og ég hef til dæmis ekki orðið var við að stórfelld prófsvindl væru vandamál í íslenskum framhaldsskólum og háskólum, en það er nokkuð sem skólastofnanir í Mið-Evrópu glíma oft við. En já, stundum virðist tíminn ala fólk upp fremur en nokkuð sem fullorðna fólkið gerir. HóprefsingarÞað er auðveldara fyrir kennarann að taka skærin af öllum frekar en að taka þau af einhverju einu barni og þurfa svo að svara fyrir það gagnvart foreldrunum þess. Það er auðveldara að loka nemendaaðstöðunni ef hún er drulluð út frekar en að finna hina ábyrgu. Margt er auðvelt. En það breytir því ekki að það er siðlaust að refsa einhverjum fyrir eitthvað sem einhver annar gerði. Stundum taka hóprefsingar gagnvart ungu fólki á sig ansi þróaða mynd. Tökum eitt dæmi. Það er átján ára aldurstakmark inn á Þjóðarbókhlöðuna. Það var reyndar ekki við lýði þegar Þjóðarbókhlaðan var opnuð en einhverjum þótti vera læti í unglingum svo sett var sautján ára aldurstakmark sem síðan var einhvern tímann hækkað upp í átján. Já, á Íslandi er ungu fólki bannað á fara inn á bókasöfn. Til að leigja bækur. Aldurstakmarkið á Þjóðarbókhlöðuna er líklegast ólöglegt. Ekkert er kveðið á um það í lögum um Landsbókasafn sem Alþingi setur eða í reglugerð um Landsbókasafn sem ráðherra gefur út. Það stendur bara sísvona á heimasíðunni og stundum í anddyri safnsins, sérstaklega í prófatíð þegar háskólastúdentar vilja fá frið fyrir yngra fólki. Einhver hefur bara ákveðið þetta, án sérstakrar heimildar í lögum. Jafnvel ef það stæði í reglugerð um safnið að fólki yngri en átján ára væri óheimill aðgangur þá er mjög hæpið að slíkt stæðist stjórnarskrá. Það er nefnilega bannað að mismuna fólki og mismunun vegna aldurs er líka mismunun. Það getur síðan með engu móti talist „málefnaleg" mismunun að banna ungu fólki að fá lánaða bók á bókasafni vegna þess að einhver hafi verið með læti einhvern tímann. Aldurstakmark á (ef eitthvað er) að setja til að verja ungt fólk fyrir einhverjum hættum. Það á ekki að setja til að verja aðra frá því að þurfa að rekast á ungt fólk. Hvernig vorum við?Tíminn elur mann upp. Ég verð þannig að játa að ég var óvenju stilltur á þessari menningarnótt. Tíu kílómetra hlaupið sat í mér og ég var því kominn heim um fimm (fimm síðdegis). Kannski virkaði þessi hótun Einars því á mig. Nú krossar maður bara fingurna og vonar að aðrir hafi líka verið til friðs. Annars verður menningarnóttin tekin af okkur. Kennarinn sagði það.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun