Tyresö felur peningana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2012 06:30 Þóra og félagar hafa tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Fréttablaðið/Ernir Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur, glímdi við fjárhagslega erfiðleika. „Við tökum ekkert eftir þessu. Öll laun hafa verið greidd og í raun ekkert rætt um þetta mál. Eins og þetta er lagt upp fyrir okkur er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur," segir Þóra Björg. Landsliðsmarkvörðurinn vinnur þessa dagana hörðum höndum að lokaritgerð sinni í meistaranámi í sjálfbærri stjórnun og þekkir því vel til viðskiptahátta hjá fyrirtækjum sem íþróttafélögum. „Fæst fyrirtæki hafa fengið tekjur fyrir allt árið til þess að halda þeim á floti. Þannig ganga viðskiptin yfirleitt fyrir sig," segir Þóra sem segir forráðamenn sænska liðsins hafa farið yfir málin með leikmönnum í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. „Fjölmiðillinn velur úr orð, hefur eftir fólki og þetta var leiðrétt. Þeir hafa aldrei leynt stöðunni fyrir okkur að það vanti eina og hálfa milljón sænskra króna. Þeir sögðu að það hefði ekkert breyst og staðan væri óbreytt. Þeir hafa alltaf látið okkur vita um stöðu mála," segir Þóra. Tyresö fer aðrar leiðirEngar fregnir hafa borist af fjárhagsvandræðum helsta keppinautarins Tyresö sem hin brasilíska Marta spilar með. Þóra kann skýringar á því. „Félagið felur peningana. Það lætur styrktaraðilana borga leikmönnunum beint. Peningarnir birtast því ekki í bókum félagsins. Fréttamennirnir hafa ekki vit á því að kafa meira í það. Ég myndi giska á að launakostnaður hjá Malmö sé ekki meðal topp þriggja félaganna í deildinni. Það eru áhugaverðar áherslur í þessari umfjöllun," segir Þóra. Sara Björk á eitt ár eftir af samningi sínum við sænsku meistarana. Samningur Þóru rennur hins vegar út að tímabilinu loknu. „Ég klára ritgerðina í lok mánaðarins og svo fer ég að skoða mín mál," segir landsliðsmarkvörðurinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur, glímdi við fjárhagslega erfiðleika. „Við tökum ekkert eftir þessu. Öll laun hafa verið greidd og í raun ekkert rætt um þetta mál. Eins og þetta er lagt upp fyrir okkur er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur," segir Þóra Björg. Landsliðsmarkvörðurinn vinnur þessa dagana hörðum höndum að lokaritgerð sinni í meistaranámi í sjálfbærri stjórnun og þekkir því vel til viðskiptahátta hjá fyrirtækjum sem íþróttafélögum. „Fæst fyrirtæki hafa fengið tekjur fyrir allt árið til þess að halda þeim á floti. Þannig ganga viðskiptin yfirleitt fyrir sig," segir Þóra sem segir forráðamenn sænska liðsins hafa farið yfir málin með leikmönnum í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. „Fjölmiðillinn velur úr orð, hefur eftir fólki og þetta var leiðrétt. Þeir hafa aldrei leynt stöðunni fyrir okkur að það vanti eina og hálfa milljón sænskra króna. Þeir sögðu að það hefði ekkert breyst og staðan væri óbreytt. Þeir hafa alltaf látið okkur vita um stöðu mála," segir Þóra. Tyresö fer aðrar leiðirEngar fregnir hafa borist af fjárhagsvandræðum helsta keppinautarins Tyresö sem hin brasilíska Marta spilar með. Þóra kann skýringar á því. „Félagið felur peningana. Það lætur styrktaraðilana borga leikmönnunum beint. Peningarnir birtast því ekki í bókum félagsins. Fréttamennirnir hafa ekki vit á því að kafa meira í það. Ég myndi giska á að launakostnaður hjá Malmö sé ekki meðal topp þriggja félaganna í deildinni. Það eru áhugaverðar áherslur í þessari umfjöllun," segir Þóra. Sara Björk á eitt ár eftir af samningi sínum við sænsku meistarana. Samningur Þóru rennur hins vegar út að tímabilinu loknu. „Ég klára ritgerðina í lok mánaðarins og svo fer ég að skoða mín mál," segir landsliðsmarkvörðurinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira