Taktu Kúlusúkk á þetta Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 16. júlí 2012 06:00 Ég þekki einn Madrídarbúa sem veit fátt skemmtilegra en að villa um fyrir bresku ferðafólki. Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman og þegar hann var nýbúinn að senda ferðamenn sem voru að leita að Pradosafninu í lest til Chinchon sem er krummaskuð utan við borgina. Ástæðan fyrir þessu gráa gamni er sú að gamli maðurinn fór fullur bjartsýni til Lundúna á áttunda áratugnum. Ætlaði hann að vinna sig upp til metorða á þessum bagalegu tímum þegar Spánverjar voru versti pappírinn í bresku skúffunni. Hvernig sem hann reyndi komst hann aldrei hærra en í stöðu aðstoðaruppvaskara. Sjálfur er ég ekki alveg saklaus í þessum efnum. Þannig er mál með vexti að ég vann á menningarsetri í Aþenu þar sem einnig var rekinn veitingastaður. Grikkirnir bjuggu svo vel að vera með tvo matseðla, annar var gulur og með háum verðum. Var hann ósjaldan notaður þegar ferðamann bar að garði. Ég hélt mig reyndar glettilega mikið við þann sið kenndan við heiðarleika. En dag einn kemur svo sænskur hópur sem gerði óspart að gamni sínu þegar ég hafði gert grein fyrir þjóðerni mínu. Fóru þeir þá að biðja um ?kókur, vínur og matur? og svo létu þeir ekki undir höfuð leggjast að spyrja hvort þetta væri þungur hnífur þegar ég lagði á borð. Þá kom guli matseðilinn sér afskaplega vel. Svo hef ég sjálfur verið tekinn í bakaríið, bæði á Spáni og Grikklandi, af hinum ýmsu þjónustuaðilum sem telja mig hinn mesta heimskingja um leið og ég skýt upp ljósum kolli með bláum augum. Hinu hef ég líka kynnst að vera settur í sérlegan úrvalshóp eftir að ljóst er hvaðan ég kem. Það var á Grænlandi og finnst mér nú að við Íslendingar mættum alveg endurgjalda þeirri sómaþjóð vináttuhuginn. Um daginn sá ég Spánverja í miðbæ Reykjavíkur sem voru að spyrjast fyrir um Þjóðminjasafnið. Mér varð hugsað til vinar míns í Madríd. Síðan til allra spænsku óþokkanna. Ég var farinn að velta því fyrir mér hvaða vagn færi upp í Norðlingaholt en að lokum tók ég Kúlusúkk á þetta. Mikilvægasta ferðamennska lífsins er ferðin að öðlingnum í sjálfum sér. Þangað er leiðin greið jafnvel þó sumir bregði fyrir mann fæti. Það er nefnilega hægt að húkka sér far með því að halda í stuðarann sem gerði mann glaðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ég þekki einn Madrídarbúa sem veit fátt skemmtilegra en að villa um fyrir bresku ferðafólki. Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman og þegar hann var nýbúinn að senda ferðamenn sem voru að leita að Pradosafninu í lest til Chinchon sem er krummaskuð utan við borgina. Ástæðan fyrir þessu gráa gamni er sú að gamli maðurinn fór fullur bjartsýni til Lundúna á áttunda áratugnum. Ætlaði hann að vinna sig upp til metorða á þessum bagalegu tímum þegar Spánverjar voru versti pappírinn í bresku skúffunni. Hvernig sem hann reyndi komst hann aldrei hærra en í stöðu aðstoðaruppvaskara. Sjálfur er ég ekki alveg saklaus í þessum efnum. Þannig er mál með vexti að ég vann á menningarsetri í Aþenu þar sem einnig var rekinn veitingastaður. Grikkirnir bjuggu svo vel að vera með tvo matseðla, annar var gulur og með háum verðum. Var hann ósjaldan notaður þegar ferðamann bar að garði. Ég hélt mig reyndar glettilega mikið við þann sið kenndan við heiðarleika. En dag einn kemur svo sænskur hópur sem gerði óspart að gamni sínu þegar ég hafði gert grein fyrir þjóðerni mínu. Fóru þeir þá að biðja um ?kókur, vínur og matur? og svo létu þeir ekki undir höfuð leggjast að spyrja hvort þetta væri þungur hnífur þegar ég lagði á borð. Þá kom guli matseðilinn sér afskaplega vel. Svo hef ég sjálfur verið tekinn í bakaríið, bæði á Spáni og Grikklandi, af hinum ýmsu þjónustuaðilum sem telja mig hinn mesta heimskingja um leið og ég skýt upp ljósum kolli með bláum augum. Hinu hef ég líka kynnst að vera settur í sérlegan úrvalshóp eftir að ljóst er hvaðan ég kem. Það var á Grænlandi og finnst mér nú að við Íslendingar mættum alveg endurgjalda þeirri sómaþjóð vináttuhuginn. Um daginn sá ég Spánverja í miðbæ Reykjavíkur sem voru að spyrjast fyrir um Þjóðminjasafnið. Mér varð hugsað til vinar míns í Madríd. Síðan til allra spænsku óþokkanna. Ég var farinn að velta því fyrir mér hvaða vagn færi upp í Norðlingaholt en að lokum tók ég Kúlusúkk á þetta. Mikilvægasta ferðamennska lífsins er ferðin að öðlingnum í sjálfum sér. Þangað er leiðin greið jafnvel þó sumir bregði fyrir mann fæti. Það er nefnilega hægt að húkka sér far með því að halda í stuðarann sem gerði mann glaðan.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun