Kátir og klúrir Klaufar Trausti Júlíusson skrifar 2. ágúst 2012 21:00 Tónlist. Klaufar. Óbyggðir. Kántríhljómsveitin Klaufar er búin að vera starfandi síðan árið 2006 og á að baki tvær plötur, Hamingjan er björt (2007) og Síðasti mjói Kaninn (2008). Á þeim báðum voru kántrískotnar útgáfur af íslenskum poppslögurum. Á þriðju plötu sinni, Óbyggðum, hafa Klaufarnir sett markið hærra. Á henni eru nær eingöngu ný frumsamin lög og textar. Um alla textana nema einn sér Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson, en textinn við lagið Ást og áfengi er eftir gamla Ríó Tríó hirðskáldið Jónas Friðrik. Lögin eru svo eftir nokkra höfunda. Þar á meðal textahöfundinn Kristján og Guðmund Annas Árnason Klaufasöngvara. Auk hljómsveitarmeðlima koma margir gestir við sögu, þar á meðal Magnúsarnir Kjartansson og Eiríksson og Selma Björnsdóttir sem syngur lagið Aldrei segja aldrei með Guðmundi. Tónlistin á Óbyggðum er íslenskt kántrípopp. Stemningin á plötunni minnir svolítið á gamlar íslenskar stuð- og sveitaballagrúppur: Það er sungið um vín og víf, skálað og slegist. Klaufar eru líka stundum klúrir og grípa tækifærið til að vera tvíræðir. Þetta er ágætis gleðipoppplata. Lögin eru mörg fín og þó að Klaufar séu ekki að gera neitt nýtt þá gera þeir vel það sem þeir eru að gera. Á heildina litið þokkalegasta poppplata. Niðurstaða: Kántrískotið íslenskt gleðipopp. Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Klaufar. Óbyggðir. Kántríhljómsveitin Klaufar er búin að vera starfandi síðan árið 2006 og á að baki tvær plötur, Hamingjan er björt (2007) og Síðasti mjói Kaninn (2008). Á þeim báðum voru kántrískotnar útgáfur af íslenskum poppslögurum. Á þriðju plötu sinni, Óbyggðum, hafa Klaufarnir sett markið hærra. Á henni eru nær eingöngu ný frumsamin lög og textar. Um alla textana nema einn sér Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson, en textinn við lagið Ást og áfengi er eftir gamla Ríó Tríó hirðskáldið Jónas Friðrik. Lögin eru svo eftir nokkra höfunda. Þar á meðal textahöfundinn Kristján og Guðmund Annas Árnason Klaufasöngvara. Auk hljómsveitarmeðlima koma margir gestir við sögu, þar á meðal Magnúsarnir Kjartansson og Eiríksson og Selma Björnsdóttir sem syngur lagið Aldrei segja aldrei með Guðmundi. Tónlistin á Óbyggðum er íslenskt kántrípopp. Stemningin á plötunni minnir svolítið á gamlar íslenskar stuð- og sveitaballagrúppur: Það er sungið um vín og víf, skálað og slegist. Klaufar eru líka stundum klúrir og grípa tækifærið til að vera tvíræðir. Þetta er ágætis gleðipoppplata. Lögin eru mörg fín og þó að Klaufar séu ekki að gera neitt nýtt þá gera þeir vel það sem þeir eru að gera. Á heildina litið þokkalegasta poppplata. Niðurstaða: Kántrískotið íslenskt gleðipopp.
Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira