Fantasíur í kynlífi Sigga Dögg skrifar 30. júní 2012 13:00 Grasið strýkst við sólbrúnt hörundið á stinnum kroppnum og þessi ókunnugi maður sem liggur við hlið þér horfir djúpt í augu þín er þú grípur um… Fantasíur eru skemmtilegt fyrirbæri. Flestallir fantasera á einhverjum tímapunkti í lífinu en margir eru hræddir við það, oftar en ekki af því að þeir halda að fantasíur og kynferðisleg hegðun fari saman en svo þarf alls ekki að vera. Sumar fantasíur eiga heima í einkarými heilans og þeirra eini tilgangur er að gera okkur kynferðislega æst og auðvelda fullnægingu í kynlífi. Sumar fantasíur langar okkur að framkvæma en þá er mikilvægt að beita heilbrigðri skynsemi til að geta greint á milli þeirra sem hægt er að framkvæma og þeirra sem er það ekki. Það er heldur ekki verra að eiga skilningsríkan og samstarfsfúsan bólfélaga. Fólk fantaserar um alls konar, bæði vini og kunningja; fyrrverandi og núverandi; frægt fólk og stjórnmálamenn og jafnvel ofurhetjur. Fantasían getur gerst hvar sem er og hvenær sem er. Oftar en ekki er lagt mikið upp úr líkamlegu atgervi elskhugans og umhverfinu í kring. Þá geta sumar fantasíur snúið að „einum snöggum" og bólfélaginn verið fleiri en einn. Ef þig vantar fantasíu þá mæli ég með að lesa erótíska smásögu sem æsir þig og gera svo söguna að þinni í huganum. Þó fantasíur séu hinn eðlilegasti hlutur þá virðist fólk eiga erfitt með að tala um þær, og veistu hvað? Það er allt í lagi. Fantasíur geta nefnilega verið einkamál og ekki eru þær allar til þess fallnar að deila með öðrum. Því máttu eiga fjöldann allan af fantasíum til að verma þér og það er þitt að velja hvort þú deilir þeim, einni eða öllum, með elskhuganum.Fantasíur eru eðlilegar og það þarf ekki að segja frá þeim öllum.Þú getur upplifað þig ögn berskjaldaða þegar þú byrjar að deila fantasíunni þinni enda ertu að segja frá hugsunum kynlífslogans og að klæmast. Það getur því verið ágætt að byrja smátt og þá á því að segja „dónalegu" orðin upphátt þegar þið kelið. Byrjaðu á því að hrósa: „Mér finnst svo gott þegar þú nuddar/sleikir snípinn." Svo til að kanna hvort stemning sé fyrir fantasíunni þinni þá getur þú spurt bólfélagann: „Ég var að hugsa um (það sem þig langar að prufa), er það eitthvað sem þú værir til í að prufa?" Virkjaðu ímyndunaraflið og kveiktu á kynlönguninni. Þegar þú hefur komist yfir þennan hól halda þér engin bönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Grasið strýkst við sólbrúnt hörundið á stinnum kroppnum og þessi ókunnugi maður sem liggur við hlið þér horfir djúpt í augu þín er þú grípur um… Fantasíur eru skemmtilegt fyrirbæri. Flestallir fantasera á einhverjum tímapunkti í lífinu en margir eru hræddir við það, oftar en ekki af því að þeir halda að fantasíur og kynferðisleg hegðun fari saman en svo þarf alls ekki að vera. Sumar fantasíur eiga heima í einkarými heilans og þeirra eini tilgangur er að gera okkur kynferðislega æst og auðvelda fullnægingu í kynlífi. Sumar fantasíur langar okkur að framkvæma en þá er mikilvægt að beita heilbrigðri skynsemi til að geta greint á milli þeirra sem hægt er að framkvæma og þeirra sem er það ekki. Það er heldur ekki verra að eiga skilningsríkan og samstarfsfúsan bólfélaga. Fólk fantaserar um alls konar, bæði vini og kunningja; fyrrverandi og núverandi; frægt fólk og stjórnmálamenn og jafnvel ofurhetjur. Fantasían getur gerst hvar sem er og hvenær sem er. Oftar en ekki er lagt mikið upp úr líkamlegu atgervi elskhugans og umhverfinu í kring. Þá geta sumar fantasíur snúið að „einum snöggum" og bólfélaginn verið fleiri en einn. Ef þig vantar fantasíu þá mæli ég með að lesa erótíska smásögu sem æsir þig og gera svo söguna að þinni í huganum. Þó fantasíur séu hinn eðlilegasti hlutur þá virðist fólk eiga erfitt með að tala um þær, og veistu hvað? Það er allt í lagi. Fantasíur geta nefnilega verið einkamál og ekki eru þær allar til þess fallnar að deila með öðrum. Því máttu eiga fjöldann allan af fantasíum til að verma þér og það er þitt að velja hvort þú deilir þeim, einni eða öllum, með elskhuganum.Fantasíur eru eðlilegar og það þarf ekki að segja frá þeim öllum.Þú getur upplifað þig ögn berskjaldaða þegar þú byrjar að deila fantasíunni þinni enda ertu að segja frá hugsunum kynlífslogans og að klæmast. Það getur því verið ágætt að byrja smátt og þá á því að segja „dónalegu" orðin upphátt þegar þið kelið. Byrjaðu á því að hrósa: „Mér finnst svo gott þegar þú nuddar/sleikir snípinn." Svo til að kanna hvort stemning sé fyrir fantasíunni þinni þá getur þú spurt bólfélagann: „Ég var að hugsa um (það sem þig langar að prufa), er það eitthvað sem þú værir til í að prufa?" Virkjaðu ímyndunaraflið og kveiktu á kynlönguninni. Þegar þú hefur komist yfir þennan hól halda þér engin bönd.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun