Að elska kvalarann Þórður Snær Júlíusson skrifar 31. maí 2012 06:00 Nýverið samþykkti aðalfundur Bakkavarar Group að heimila bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum að eignast allt að fjórðung í félaginu að nýju. Þeir sem samþykktu þetta voru aðrir kröfuhafar og hluthafar félagsins. Þorri þeirra eru íslenskir lífeyrissjóðir og íslenskir bankar. Heildarvirði Bakkavarar er talið vera mun hærra en það verð sem bræðurnir þurfa að greiða fyrir hlutinn. Gangi endurskipulagning Bakkavarar Group eftir eru því allar líkur á því að þeir muni hagnast á samkomulaginu. Samkomulagið er gert til að vinda ofan af nauðasamningi frá árinu 2010 sem gekk út á að viðhalda einhverju bókfærðu virði á skuldum félagsins. Sá samningur, sem var byggður á óraunhæfum draumórum, tryggði bræðrunum meirihluta í stjórn Bakkavarar Group og stjórnartaumana í undirliggjandi rekstrarfélögum fram á mitt ár 2014. Inn á þetta gengust forsvarsmenn lífeyrissjóðanna. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að félög tengd bræðrunum hefðu kostað þá meira en nokkur annar. Þeir voru nefnilega einnig aðaleigendur Existu, sem var stærsti eigandi Kaupþings fyrir hrun. Í nýlegri úttekt á lífeyrissjóðunum í aðdraganda bankahrunsins kom fram að sjóðirnir hefðu tapað samtals 170,9 milljörðum króna á hlutabréfum og skuldabréfum sem útgefin voru af Existu og tengdum aðilum. Hlutdeild þessara aðila í heildartapi lífeyrissjóðanna vegna slíkra bréfa var 44 prósent. Viðskiptablokkin var því sú sem olli lífeyriskerfinu mestu tjóni. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að skuldabréf Bakkavarar Group hafi líkast til verið ein svívirðilegasta misnotkun á trúgirni og barnalegheitum sjóðanna sem átti sér stað fyrir hrun. Bréfin voru seld á tóma skel, enda voru allar undirliggjandi eignir Bakkavarar Group veðsettar upp í topp hjá öðrum kröfuhöfum. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að stjórn Existu, sem bræðurnir stýrðu, hafi selt 39,6 prósenta hlut í Bakkavör út úr Existu þann 10. október 2008, daginn eftir að skilanefnd var skipuð yfir Kaupþing, stærstu eign Existu. Kaupandinn, sem lagði ekki fram neitt eigið fé, var félag í eigu bræðranna. Í hluta af samkomulaginu sem samþykkt var á aðalfundinum í síðustu viku fólst að þeir voru látnir skila þessum hlut til Klakka (áður Existu) sem nú hefur verið tekið yfir af kröfuhöfum. Á meðal þeirra eru lífeyrissjóðir. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að bræðurnir hafi framkvæmt ólögmæta hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 þar sem allir aðrir hluthafar, meðal annars lífeyrissjóðir, voru þynntir út. Í henni fólst að hlutafé í félaginu var aukið um 50 milljarða króna og einn milljarður greiddur fyrir það allt. Kaupandinn var félag í eigu bræðranna. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að salan á Bakkavararhlutnum og hin ólögmæta hlutafjáraukning séu enn til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þrátt fyrir að sú rannsókn hafi leitt af sér yfirheyrslur og húsleitir í tveimur löndum. Þrátt fyrir að grunur sé um ætluð brot á almennum hegningarlögum og hlutafélagalögum sem við liggur áralöng fangelsisvist. Lífeyrissjóðirnir réttlæta aðgerðir sínar ugglaust með því að segjast vera að hámarka endurheimtur eigna sinna. Ljóst er að á þeirri vegferð hafa þeir kosið, ásamt íslenskum bönkum, að strjúka þeim sem fóru verst með þá. Þeir eru eins og gísl sem fellur fyrir kvalara sínum. Þeir eru haldnir Stokkhólmsheilkenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Nýverið samþykkti aðalfundur Bakkavarar Group að heimila bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum að eignast allt að fjórðung í félaginu að nýju. Þeir sem samþykktu þetta voru aðrir kröfuhafar og hluthafar félagsins. Þorri þeirra eru íslenskir lífeyrissjóðir og íslenskir bankar. Heildarvirði Bakkavarar er talið vera mun hærra en það verð sem bræðurnir þurfa að greiða fyrir hlutinn. Gangi endurskipulagning Bakkavarar Group eftir eru því allar líkur á því að þeir muni hagnast á samkomulaginu. Samkomulagið er gert til að vinda ofan af nauðasamningi frá árinu 2010 sem gekk út á að viðhalda einhverju bókfærðu virði á skuldum félagsins. Sá samningur, sem var byggður á óraunhæfum draumórum, tryggði bræðrunum meirihluta í stjórn Bakkavarar Group og stjórnartaumana í undirliggjandi rekstrarfélögum fram á mitt ár 2014. Inn á þetta gengust forsvarsmenn lífeyrissjóðanna. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að félög tengd bræðrunum hefðu kostað þá meira en nokkur annar. Þeir voru nefnilega einnig aðaleigendur Existu, sem var stærsti eigandi Kaupþings fyrir hrun. Í nýlegri úttekt á lífeyrissjóðunum í aðdraganda bankahrunsins kom fram að sjóðirnir hefðu tapað samtals 170,9 milljörðum króna á hlutabréfum og skuldabréfum sem útgefin voru af Existu og tengdum aðilum. Hlutdeild þessara aðila í heildartapi lífeyrissjóðanna vegna slíkra bréfa var 44 prósent. Viðskiptablokkin var því sú sem olli lífeyriskerfinu mestu tjóni. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að skuldabréf Bakkavarar Group hafi líkast til verið ein svívirðilegasta misnotkun á trúgirni og barnalegheitum sjóðanna sem átti sér stað fyrir hrun. Bréfin voru seld á tóma skel, enda voru allar undirliggjandi eignir Bakkavarar Group veðsettar upp í topp hjá öðrum kröfuhöfum. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að stjórn Existu, sem bræðurnir stýrðu, hafi selt 39,6 prósenta hlut í Bakkavör út úr Existu þann 10. október 2008, daginn eftir að skilanefnd var skipuð yfir Kaupþing, stærstu eign Existu. Kaupandinn, sem lagði ekki fram neitt eigið fé, var félag í eigu bræðranna. Í hluta af samkomulaginu sem samþykkt var á aðalfundinum í síðustu viku fólst að þeir voru látnir skila þessum hlut til Klakka (áður Existu) sem nú hefur verið tekið yfir af kröfuhöfum. Á meðal þeirra eru lífeyrissjóðir. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að bræðurnir hafi framkvæmt ólögmæta hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 þar sem allir aðrir hluthafar, meðal annars lífeyrissjóðir, voru þynntir út. Í henni fólst að hlutafé í félaginu var aukið um 50 milljarða króna og einn milljarður greiddur fyrir það allt. Kaupandinn var félag í eigu bræðranna. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að salan á Bakkavararhlutnum og hin ólögmæta hlutafjáraukning séu enn til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þrátt fyrir að sú rannsókn hafi leitt af sér yfirheyrslur og húsleitir í tveimur löndum. Þrátt fyrir að grunur sé um ætluð brot á almennum hegningarlögum og hlutafélagalögum sem við liggur áralöng fangelsisvist. Lífeyrissjóðirnir réttlæta aðgerðir sínar ugglaust með því að segjast vera að hámarka endurheimtur eigna sinna. Ljóst er að á þeirri vegferð hafa þeir kosið, ásamt íslenskum bönkum, að strjúka þeim sem fóru verst með þá. Þeir eru eins og gísl sem fellur fyrir kvalara sínum. Þeir eru haldnir Stokkhólmsheilkenni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun