Fólk sem á það til að láta hugann reika á meðan það vinnur er líklegra til að búa yfir betra vinnuminni en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri grein í tímaritinu Psychological Science.
Vinnuminni telst vera það sem gerir okkur kleift að hugsa marga hluti samtímis og er nátengt greindavísitölu fólks. „Niðurstöður sýndu fram á að þegar fólk skipuleggur daginn sinn, til dæmis á meðan það er í vinnunni eða að aka bíl, er nátengt vinnuminni. Heilinn nýtir alla anga sína til að koma sem flestu í verk," sagði Jonathan Smallwood hjá Max Planck Institute for Human Cognitive and Brain Science.
