Hneykslanleg hneykslunarárátta Davíð Þór Jónsson skrifar 3. mars 2012 06:00 Fátt fer meira í taugarnar á mér en hneykslunarárátta. Þess vegna hneykslast ég mjög gjarnan á því hvað mér finnst fólk hneykslunargjarnt. Þess á milli hneykslast ég á því að fólk skuli ekki hneykslast á því sem mér finnst sannarlega hneykslunarvert. Eftir að ég tók að temja mér þann leiða ósið að dvelja langdvölum á Facebook hefur þessi innri þversögn orðið mér jafnt og þétt ljósari og um leið óskiljanlegri. Það er nefnilega mikið hneykslast á Facebook. Og þótt mér leiðist þessi sífellda hneykslun þá er eins og ég límist við hana og í stað þess að slökkva á tölvunni og fara að gera eitthvað viskulegt er ég, áður en ég veit af, búinn að kynna mér hverja hneykslunarhelluna á fætur annarri og verð jafnan sárhneykslaður á því hvað þær eru í raun lítið hneykslunarefni þegar upp er staðið – svona í hinu stóra samhengi. Ég vil ekki gera lítið úr öllum þeim óheiðarleika, sora og óeðli sem veður uppi, hvað þá hinu ógeðfellda hæfileikaleysi íslensks framáfólks til að sjá sök hjá sjálfu sér né einstakri lagni þess við að benda hvert á annað til að finna orsakir alls sem afvega hefur farið. En það hvarflar stundum að mér að þetta þjóni engum tilgangi. Undanfarið hef ég nefnilega hvað eftir annað séð fólk rjúka upp í hneykslun á hinu og þessu (Snorra í Betel, öskudagsbúningum, Jóni Baldvin, passíusálmunum, Geir Jóni o.s.frv.) með þeim afleiðingum að aðrir rjúka upp í hneykslun á því að hneykslast sé á þessu og þá er auðvitað hneykslast á því að þeim skuli finnast slík hneykslun eitthvað hneykslanleg. Hverju skilar þetta? Íslendingar eru að ýmsu leyti eins og börn sem búa við heimilisofbeldi. Við vorum blekkt og svívirt af þeim sem áttu að gæta hagsmuna okkar og við treystum til þess. Ekkert hefur verið gert til að endurheimta það traust eða gefa þjóðinni inneign fyrir fyrirgefningu sem er forsenda sáttar og heilbrigðra samskipta. Börn sem búa við heimilisofbeldi eru sjaldan til vandræða inni á heimilinu. Þar hafa þau gefið alla von um réttlæti upp á bátinn. Vanlíðan þeirra brýst út í skólanum og á leikvellinum. Höfum við með öllu gefist upp á stóru réttlætismálunum? Er virkilega svo komið að eina aðferð okkar til að fá útrás fyrir gremjuna og vanlíðanina er að froðufella af bræði og hneykslan á netinu yfir hvaða tittlingaskít sem við getum verið ósammála um? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun
Fátt fer meira í taugarnar á mér en hneykslunarárátta. Þess vegna hneykslast ég mjög gjarnan á því hvað mér finnst fólk hneykslunargjarnt. Þess á milli hneykslast ég á því að fólk skuli ekki hneykslast á því sem mér finnst sannarlega hneykslunarvert. Eftir að ég tók að temja mér þann leiða ósið að dvelja langdvölum á Facebook hefur þessi innri þversögn orðið mér jafnt og þétt ljósari og um leið óskiljanlegri. Það er nefnilega mikið hneykslast á Facebook. Og þótt mér leiðist þessi sífellda hneykslun þá er eins og ég límist við hana og í stað þess að slökkva á tölvunni og fara að gera eitthvað viskulegt er ég, áður en ég veit af, búinn að kynna mér hverja hneykslunarhelluna á fætur annarri og verð jafnan sárhneykslaður á því hvað þær eru í raun lítið hneykslunarefni þegar upp er staðið – svona í hinu stóra samhengi. Ég vil ekki gera lítið úr öllum þeim óheiðarleika, sora og óeðli sem veður uppi, hvað þá hinu ógeðfellda hæfileikaleysi íslensks framáfólks til að sjá sök hjá sjálfu sér né einstakri lagni þess við að benda hvert á annað til að finna orsakir alls sem afvega hefur farið. En það hvarflar stundum að mér að þetta þjóni engum tilgangi. Undanfarið hef ég nefnilega hvað eftir annað séð fólk rjúka upp í hneykslun á hinu og þessu (Snorra í Betel, öskudagsbúningum, Jóni Baldvin, passíusálmunum, Geir Jóni o.s.frv.) með þeim afleiðingum að aðrir rjúka upp í hneykslun á því að hneykslast sé á þessu og þá er auðvitað hneykslast á því að þeim skuli finnast slík hneykslun eitthvað hneykslanleg. Hverju skilar þetta? Íslendingar eru að ýmsu leyti eins og börn sem búa við heimilisofbeldi. Við vorum blekkt og svívirt af þeim sem áttu að gæta hagsmuna okkar og við treystum til þess. Ekkert hefur verið gert til að endurheimta það traust eða gefa þjóðinni inneign fyrir fyrirgefningu sem er forsenda sáttar og heilbrigðra samskipta. Börn sem búa við heimilisofbeldi eru sjaldan til vandræða inni á heimilinu. Þar hafa þau gefið alla von um réttlæti upp á bátinn. Vanlíðan þeirra brýst út í skólanum og á leikvellinum. Höfum við með öllu gefist upp á stóru réttlætismálunum? Er virkilega svo komið að eina aðferð okkar til að fá útrás fyrir gremjuna og vanlíðanina er að froðufella af bræði og hneykslan á netinu yfir hvaða tittlingaskít sem við getum verið ósammála um?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun