Matthías: Þetta er mikið tækifæri fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2012 07:00 Matthías hefur loksins náð því markmiði að komast í atvinnumennsku. Mynd/Vilhelm „Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt," sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson. FH lánaði Matthías til Start í gær fram að áramótum en kaupákvæði er í lánssamningnum. Start getur því keypt Matthías að ári liðnu ef það hefur áhuga á. Matthías framlengdi við FH til ársins 2013 áður en hann var lánaður. „Þá fær FH líklega eitthvað fyrir mig og mér finnst félagið eiga það skilið." Start féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og ætlar sér beint upp aftur. „Mér líst mjög vel á allt hérna. Þetta er stór klúbbur sem á að vera ofar. Ég fæ vonandi mikið að spila og get þar með sýnt að ég á vel heima hérna. Það er það eina sem skiptir mig máli," sagði hinn 25 ára gamli Matthías, sem hefur lengi stefnt á að komast í atvinnumennsku en hann hefur verið einn af bestu mönnum íslenska boltans. „Það er ánægjulegt að þetta hafi gengið. Ég lít á þetta sem mikið tækifæri fyrir mig. Vonandi mun þetta skila mér langtímasamningi í atvinnumennsku, sama hvort það er hér eða annars staðar," sagði Matthías en hann tapaði aldrei trúnni á að hann kæmist út. „Ég get alveg viðurkennt að eftir því sem árunum fjölgaði var þetta erfiðara. Þannig er bransinn." Matthías fer með íslenska landsliðinu til Japans í næstu viku og þaðan heldur hann beint til La Manga á æfingar með Start. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
„Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt," sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson. FH lánaði Matthías til Start í gær fram að áramótum en kaupákvæði er í lánssamningnum. Start getur því keypt Matthías að ári liðnu ef það hefur áhuga á. Matthías framlengdi við FH til ársins 2013 áður en hann var lánaður. „Þá fær FH líklega eitthvað fyrir mig og mér finnst félagið eiga það skilið." Start féll úr norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og ætlar sér beint upp aftur. „Mér líst mjög vel á allt hérna. Þetta er stór klúbbur sem á að vera ofar. Ég fæ vonandi mikið að spila og get þar með sýnt að ég á vel heima hérna. Það er það eina sem skiptir mig máli," sagði hinn 25 ára gamli Matthías, sem hefur lengi stefnt á að komast í atvinnumennsku en hann hefur verið einn af bestu mönnum íslenska boltans. „Það er ánægjulegt að þetta hafi gengið. Ég lít á þetta sem mikið tækifæri fyrir mig. Vonandi mun þetta skila mér langtímasamningi í atvinnumennsku, sama hvort það er hér eða annars staðar," sagði Matthías en hann tapaði aldrei trúnni á að hann kæmist út. „Ég get alveg viðurkennt að eftir því sem árunum fjölgaði var þetta erfiðara. Þannig er bransinn." Matthías fer með íslenska landsliðinu til Japans í næstu viku og þaðan heldur hann beint til La Manga á æfingar með Start.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira