Leggur mikla áherslu á auðmannaskattinn 26. janúar 2012 01:00 Slær ekki af Barack Obama forseti varði verk sín á kjörtímabilinu og boðaði sérstakan auðmannaskatt sem kenndur er við Warren Buffet. Fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á bandaríska þinginu í fyrrinótt að hann stefndi ótrauður að því að koma á sérstökum skatti á auðmenn. Þannig yrðu þeir sem hafa heildarárslaun yfir einni milljón dala að greiða 30 prósenta skatt hið minnsta. Laun auðmanna í Bandaríkjunum hafa verið í brennidepli upp á síðkastið eftir að í ljós kom að forsetaframbjóðandinn vellauðugi Mitt Romney hafi greitt innan við fimmtán prósent í skatt, enda falla hans tekjur undir lög um fjármagnstekjuskatt sem er mun lægri en tekjuskattur sem er jafnan um 35 prósent. Þessi áætlun Obama er kennd við Warren Buffet, einn allra ríkasta mann heims, sem hefur kallað eftir því að fá að greiða hærra hlutfall launa sinna í skatt. Þykir honum enda skjóta skökku við að ritarinn hans greiði hærra hlutfall en hann gerir sjálfur. Þá sló sjálfur Bill Gates á sömu strengi í viðtali við BBC í gær þar sem hann sagði að í núverandi ástandi þyrftu skattar að hækka til að hægt verði að loka fjárlagagatinu. Þeir ættu frekar að hækka hjá ríku fólki. Það væri réttlæti fólgið í því að allir færðu fórnir til að laga ástandið. Viðbúið er að málið muni mæta harðri andstöðu repúblikana, sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Annars þótti ræða forsetans bera þess keim að forsetakosningar verða haldnar næsta haust og Obama lagði mikla áherslu á það sem hafði afrekast í sinni valdatíð og að ástandið væri á uppleið. - þj Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á bandaríska þinginu í fyrrinótt að hann stefndi ótrauður að því að koma á sérstökum skatti á auðmenn. Þannig yrðu þeir sem hafa heildarárslaun yfir einni milljón dala að greiða 30 prósenta skatt hið minnsta. Laun auðmanna í Bandaríkjunum hafa verið í brennidepli upp á síðkastið eftir að í ljós kom að forsetaframbjóðandinn vellauðugi Mitt Romney hafi greitt innan við fimmtán prósent í skatt, enda falla hans tekjur undir lög um fjármagnstekjuskatt sem er mun lægri en tekjuskattur sem er jafnan um 35 prósent. Þessi áætlun Obama er kennd við Warren Buffet, einn allra ríkasta mann heims, sem hefur kallað eftir því að fá að greiða hærra hlutfall launa sinna í skatt. Þykir honum enda skjóta skökku við að ritarinn hans greiði hærra hlutfall en hann gerir sjálfur. Þá sló sjálfur Bill Gates á sömu strengi í viðtali við BBC í gær þar sem hann sagði að í núverandi ástandi þyrftu skattar að hækka til að hægt verði að loka fjárlagagatinu. Þeir ættu frekar að hækka hjá ríku fólki. Það væri réttlæti fólgið í því að allir færðu fórnir til að laga ástandið. Viðbúið er að málið muni mæta harðri andstöðu repúblikana, sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Annars þótti ræða forsetans bera þess keim að forsetakosningar verða haldnar næsta haust og Obama lagði mikla áherslu á það sem hafði afrekast í sinni valdatíð og að ástandið væri á uppleið. - þj
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira