Skattpíning? Þórður Snær Júlíusson skrifar 18. janúar 2012 06:00 Þegar íslenska bankakerfið fór á hliðina, gengi krónunnar hrundi og skuldir ríkisins margfölduðust bjuggu flestir sig undir erfiða tíma. Tekjur ríkissjóðs voru enda 478,5 milljörðum króna minni en gjöld hans á árunum 2008-2010. Í fjárlögum áranna 2011 og 2012 var gert ráð fyrir um 58 milljarða króna viðbótarhalla. Ljóst var að gatið sem þurfti að brúa var risavaxið. Það hefur verið gert með lántökum. Til frambúðar var þó ljóst að auka þyrfti tekjur og draga mjög úr kostnaði til að ná jöfnuði. Á undanförnum árum hefur þjónusta verið skorin niður um tugi prósenta. Sá niðurskurður hefði mátt vera mun skarpari. Til viðbótar hefur verið tekist á við vandann með því að hækka skatta. Það hefur verið gagnrýnt með upphrópunum um að skattpíning sé hér allt að drepa. Ákveðnir þrýstihópar kalla nýjan fjármálaráðherra „Skattnýju" og helsta efnahagsloforð stærsta stjórnarandstöðuflokksins er að vinda ofan af öllum skattahækkunum frá vormánuðum 2009. En er hinn almenni launamaður svo gríðarlega skattpíndur og hefur ánauð hans aukist fram úr hófi? Tryggvi Þór Herbertsson skrifaði nýverið grein þar sem hann fullyrðir að þeir sem eru með mánaðarlaun undir 200 þúsund krónum greiði það sama í dag í skatta og þeir gerðu árið 2009. Þeir sem séu með laun á bilinu 200 til 650 þúsund borgi 2,9% meira og þeir sem séu með 650 þúsund borgi 8,9% meira. Heildarlaun fullvinnandi Íslendinga voru að meðaltali 438 þúsund á mánuði árið 2010. Um 63% þeirra voru með laun undir því meðaltali. Óhætt er að draga þá ályktun að fjölmargir til viðbótar séu með laun frá 438 til 650 þúsund. Því hafa skattgreiðslur þorra Íslendinga annaðhvort staðið í stað eða hækkað um 2,9%, ef miðað er við útreikninga Tryggva, sem fjármálaráðherra hrekur reyndar í Fréttablaðinu í dag. Skattar þeirra sem þéna meira en 650 þúsund á mánuði, eða eiga miklar eignir, hafa hins vegar hækkað töluvert. Fyrir utan hærri tekjuskatt er búið að leggja 1,5% auðlegðarskatt á eignir einstaklinga yfir 75 milljónum króna og hjóna sem eiga samanlagt meira en 100 milljónir króna. Þá hefur fjármagnstekjuskattur verið hækkaður úr 10 í 20%. Þeir sem eiga meira, borga meira. Auðvitað væri best ef hægt væri að leysa vandamál okkar með því að veifa atvinnusköpunarsprotanum og brúa gatið með nýjum tekjum. Og það á að gagnrýna sitjandi ríkisstjórn fyrir það hversu illa henni hefur tekist að örva vöxt. En að ætla að takast á við þau skammtímavandamál sem blöstu við í tekjuöflun með öðru en hækkun skatta er í besta falli barnaleg bjartsýni, og í versta falli hreint ábyrgðarleysi. Það er súrt að borga háa skatta. En við búum í raunveruleikanum. Hann er sá að Ísland þarf að greiða hátt verð fyrir fortíðina. Því lengur sem greiðslu þess er slegið á frest, því hærri verður heildarreikningurinn. Ef það er eitthvert eitt atriði sem gert hefur verið rétt hérlendis á undanförnum árum þá er það að ná stöðugleika í ríkisfjármálum. Og það hefur tekist án þess að skattpína almenning umfram það sem viðbúið var. Lýðskrum um hið gagnstæða er einfaldlega rangt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Þegar íslenska bankakerfið fór á hliðina, gengi krónunnar hrundi og skuldir ríkisins margfölduðust bjuggu flestir sig undir erfiða tíma. Tekjur ríkissjóðs voru enda 478,5 milljörðum króna minni en gjöld hans á árunum 2008-2010. Í fjárlögum áranna 2011 og 2012 var gert ráð fyrir um 58 milljarða króna viðbótarhalla. Ljóst var að gatið sem þurfti að brúa var risavaxið. Það hefur verið gert með lántökum. Til frambúðar var þó ljóst að auka þyrfti tekjur og draga mjög úr kostnaði til að ná jöfnuði. Á undanförnum árum hefur þjónusta verið skorin niður um tugi prósenta. Sá niðurskurður hefði mátt vera mun skarpari. Til viðbótar hefur verið tekist á við vandann með því að hækka skatta. Það hefur verið gagnrýnt með upphrópunum um að skattpíning sé hér allt að drepa. Ákveðnir þrýstihópar kalla nýjan fjármálaráðherra „Skattnýju" og helsta efnahagsloforð stærsta stjórnarandstöðuflokksins er að vinda ofan af öllum skattahækkunum frá vormánuðum 2009. En er hinn almenni launamaður svo gríðarlega skattpíndur og hefur ánauð hans aukist fram úr hófi? Tryggvi Þór Herbertsson skrifaði nýverið grein þar sem hann fullyrðir að þeir sem eru með mánaðarlaun undir 200 þúsund krónum greiði það sama í dag í skatta og þeir gerðu árið 2009. Þeir sem séu með laun á bilinu 200 til 650 þúsund borgi 2,9% meira og þeir sem séu með 650 þúsund borgi 8,9% meira. Heildarlaun fullvinnandi Íslendinga voru að meðaltali 438 þúsund á mánuði árið 2010. Um 63% þeirra voru með laun undir því meðaltali. Óhætt er að draga þá ályktun að fjölmargir til viðbótar séu með laun frá 438 til 650 þúsund. Því hafa skattgreiðslur þorra Íslendinga annaðhvort staðið í stað eða hækkað um 2,9%, ef miðað er við útreikninga Tryggva, sem fjármálaráðherra hrekur reyndar í Fréttablaðinu í dag. Skattar þeirra sem þéna meira en 650 þúsund á mánuði, eða eiga miklar eignir, hafa hins vegar hækkað töluvert. Fyrir utan hærri tekjuskatt er búið að leggja 1,5% auðlegðarskatt á eignir einstaklinga yfir 75 milljónum króna og hjóna sem eiga samanlagt meira en 100 milljónir króna. Þá hefur fjármagnstekjuskattur verið hækkaður úr 10 í 20%. Þeir sem eiga meira, borga meira. Auðvitað væri best ef hægt væri að leysa vandamál okkar með því að veifa atvinnusköpunarsprotanum og brúa gatið með nýjum tekjum. Og það á að gagnrýna sitjandi ríkisstjórn fyrir það hversu illa henni hefur tekist að örva vöxt. En að ætla að takast á við þau skammtímavandamál sem blöstu við í tekjuöflun með öðru en hækkun skatta er í besta falli barnaleg bjartsýni, og í versta falli hreint ábyrgðarleysi. Það er súrt að borga háa skatta. En við búum í raunveruleikanum. Hann er sá að Ísland þarf að greiða hátt verð fyrir fortíðina. Því lengur sem greiðslu þess er slegið á frest, því hærri verður heildarreikningurinn. Ef það er eitthvert eitt atriði sem gert hefur verið rétt hérlendis á undanförnum árum þá er það að ná stöðugleika í ríkisfjármálum. Og það hefur tekist án þess að skattpína almenning umfram það sem viðbúið var. Lýðskrum um hið gagnstæða er einfaldlega rangt.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun