Hljómsveitin Úlfur úlfur sendi í vikunni frá sér magnað myndband við lagið Á meðan ég er ungur. Illusion kvikmyndagerðin vann myndbandið sem Arró leikstýrir.
Myndbandið hefur fengið góðar viðtökur og nokkur þúsund manns hafa þegar horft á það á vefsíðunni Youtube. Arnar segir strákana hjá strákana hjá Illusion hafa haft frjálsar hendur og er gríðarlega ánægður með útkomuna.
„Við sem hljómsveit komum mjög lítið nálægt þessu myndbandi. Þessi Illusion-hópur fékk leyfi hjá okkur til að gera þetta frjálslega,“ segir hann og bætir við að þeir félagar í hljómsveitinni séu í litlum hlutverkum í myndbandinu og að einn af þeim, Helgi Sæmundur Kaldalón, hafi hreinlega verið klipptur út. „Þeir fengu að leika lausum hala og gerðu það vel,“ segir Arnar.
„Ég sá myndbandið í fyrsta skipti í frumsýningarpartíinu. Ég átti von á góðu, en þetta kom skemmtilega á óvart.“ -afb

