Handbolti

Stefán Rafn til liðs við RN - Löwen í Þýskalandi

Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, hefur samið við þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Stefán á að fylla það skarð sem Uwe Gensheimer skilur eftir sig en hann sleit hásin á dögunum. Stefán Rafn er 22 ára gamall, 1.96 m. á hæð, og hann getur leikið bæði í vinstra horni og sem rétthent skytta.

Stefán Rafn semur við Löwen út leiktíðina en hann var í íslenska landsliðshópnum sem mætti Hvít-Rússum og Rúmenum í undankeppni Evrópumótsins. „Stefán Rafn er mjög efnilegur og hann var besti kosturinn í stöðunni," segir Guðmundur Guðmundsson þjálfari RN Löwen í viðtali við vefinn handball-world.com. Stefán gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir RN Löwen gegn Magdeburg þann 12. desember þegar liðin mætast í bikarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×